Leiðbeiningar um gerð gönguþverana
Megin markmiðið með útgáfu þessara leiðbeininga er að auðvelda hönnuðum, tæknimönnum sveitarfélaga og öðrum veghöldurum vinnu við skipulag gönguþverana og val á hvaða útfærsla henti fyrir mismunandi aðstæður. Leiðbeiningarnar skrifuðu Guðbjörg Lilja Erlensdóttir hjá EFLU verkfræðistofu og Hörður Bjarnason hjá Mannviti.
Það eru Vegagerðin og Reykjavíkurborg, í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga og Samgöngustofu, sem gefa leiðbeiningarnar út. Umferðardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu veitti álit vegna löggæsluþekkingar.