Fréttir

Leitum að starfsmanni í mötuneytið okkar

10.1.2018

EFLA leitar að metnaðarfullum og áhugasömum starfsmanni í hlutastarf í mötuneyti fyrirtækisins að Höfðabakka 9, Reykjavík.

  • Mötuneyti starf
    Hlutastarf í mötuneyti EFLU er laust til umsóknar.

Sá einstaklingur sem við leitum að þarf að hafa mikla og óbilandi þjónustulund. Hann þarf að vera skipulagður í verkum sínum, sýna af sér sjálfstæði og frumkvæði í starfi og vera stundvís og reglusamur. Ástríða í matargerð er afar góður kostur.

Hægt er að sækja um starfið á vefnum okkar fyrir 17. janúar næstkomandi. 

Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál.