Fréttir


Fréttir

Leitum að sérfræðingi í öryggismálum

15.3.2016

EFLA óskar eftir að ráða rafmagnstæknifræðing eða rafmagnsverkfræðing sem hefur sérhæft sig á sviði öryggiskerfa
  • Liðsauki

Sérfræðingur á sviði öryggismála og öryggiskerfa.

Á EFLU er eitt öflugasta teymi landsins er lítur að öryggishönnun og áhættugreiningum. Teymið hefur komið að öryggishönnun og áhættugreiningum flestra helstu mannvirkja hérlendis. Einnig höfum við mikla reynslu af ráðgjöf og öryggishönnun erlendis.

Viðkomandi mun starfa á fagsviði Rafkerfa á Byggingarsviði. Einnig starfa þverfaglega innan EFLU og vinna náið með ráðgjöfum okkar um bruna- og öryggismál auk ráðgjöfum annarra sviða s.s. Iðnaðarsviðs og Samgöngusviðs.

Hæfniskröfur:

  • Rafmagnsverk- eða rafmagnstæknifræðingur.
  • Góð þekking á hönnunar- og teiknihugbúnaði, s.s. Autocad og Revit.
  • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi.
  • Góðir skipulags- og samskiptahæfileikar.
  • Brennandi áhugi á öryggismálum.

Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal berast gegnum heimasíðu EFLU , fyrir 23. mars næstkomandi. Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál.

Nánari upplýsingar má nálgast í síma 412 6000 eða með tölvupósti á job@efla.is