Fréttir


Fréttir

Leitum að öflugum verkefnastjóra

28.11.2016

Vegna góðrar verkefnastöðu og spennandi verkefna framundan leitar EFLA að öflugum verkefnastjóra til starfa á verkefnastjórnunarsviði fyrirtækisins. Viðkomandi þarf að hafa víðtæka þekkingu á byggingum og byggingastarfsemi ásamt því að búa yfir mikilli reynslu af verkefnastjórnun. Vottun sem verkefnastjóri er kostur.
  • Verkefnastjóri Óskast

Verkefnastjóri

Hæfniskröfur:

-Háskólamenntun á sviði byggingaverkfræði eða tæknifræði
- Reynsla af verkefnastjórnun
- Sjálfstæði og frumkvæði í starfi
- Framúrskarandi skipulags- og samskiptahæfileikar
- Góð almenn tölvuþekking

Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal berast rafrænt fyrir 11. desember næstkomandi. Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál.

Umsóknarfrestur
10. desember 2016
Nánari upplýsingar
412 6000 eða job@efla.is
Farið verður með allar umsóknir sem trúnaðarmál

EFLA er alhliða verkfræði- og ráðgjafarfyrirtæki sem starfar á öllum helstu sviðum verkfræði og tækni. EFLA býður upp á afbragðs starfsumhverfi, áhugaverðan starfsvettvang í alþjóðlegu umhverfi og sterka liðsheild yfir 300 samhentra starfsmanna.