Fréttir


Fréttir

Leitum að yfirmanni upplýsingatæknisviðs

18.11.2015

EFLA leitar að öflugum stjórnanda, sem jafnframt er reyndur tæknimaður, til að stýra upplýsingatæknisviði fyrirtækisins. Megin hlutverk þess er að reka og bera ábyrgð á tölvukerfi EFLU og veita starfsmönnum tölvuþjónustu.
  • Kerfisstjóri óskast

EFLA leitar að öflugum stjórnanda, sem jafnframt er reyndur tæknimaður, til að stýra upplýsingatæknisviði fyrirtækisins. Megin hlutverk þess er að reka og bera ábyrgð á tölvukerfi EFLU og veita starfsmönnum tölvuþjónustu.

 Hæfniskröfur:

  • Góð þekking á rekstri upplýsingarkerfa í Microsoft umhverfi, gagnagrunnum, sýndarumhverfi, Sharepoint o.fl.
  • Haldagóð stjórnunarreynsla og reynsla í stefnumótun, áætlunargerð, innkaupum og verkefnastjórnun.
  • Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulipurð.
  • Góð kunnátta í íslensku og ensku.
  • Kunnátta í norsku eða öðru Norðurlandamáli er kostur.
  • Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð.

Helstu verkefni:

  • Dagleg stjórnun upplýsingatæknisviðs.
  • Yfirumsjón og þróun upplýsingatæknimála.
  • Áætlanagerð, verkefnastjórnun og innkaup.
  • Öryggis- og gæðamál.
  • Leiðandi hlutverk í störfum á sviði kerfisreksturs.

Umsókn óskast fyllt úr á www.intellecta.is. Henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf. Öllum umsóknum verður svarað og farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.

 Umsóknarfrestur: 22.nóvember 2015

Nánari upplýsingar: www.intellecta.is