Fréttir


Fréttir

Liðsauki óskast á Selfoss

27.5.2017

EFLA leitar að öflugum starfsmanni á starfstöð félagsins á Selfossi. Starfið felur í sér vinnu við stafræna kortagrunna, gerð lóðablaða, landskipta- og deiliskipulagsáætlana auk tilfallandi landmælinga.

  • EFLA leitar að liðsauka

 Á starfsstöðinni á Selfossi starfa 14 starfsmenn á sviði bygginga og þéttbýlistækni. Náið samstarf er við aðrar starfsstöðvar EFLU sem og Steinsholt ehf. á Hellu. EFLA Suðurland hefur verið leiðandi í á sviði landmælinga og kortagerð í þvívídd með notkun dróna.

Hæfniskröfur:

• Háskólamenntun á sviði landafræði, verkfræði eða tæknifræði.

• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð

• Reynsla af notkun AutoCad Map og Civil 3D, Microstation eða öðrum kortagerðarhugbúnaði æskileg.

Umsókn með upplýsingum um menntun og starfsreynslu skal berast rafrænt á heimasíðu EFLU, www.efla.is/umsokn-um-starf, fyrir 8. júní næstkomandi. Öllum umsóknum verður svarað og farið verður með þær sem trúnaðarmál.

Umsókn, með upplýsingum um menntun og starfsreynslu, skal berast rafrænt fyrir 8. júní næstkomandi. Öllum umsóknum verður svarað.

Nánari upplýsingar
412 6000 eða job@efla.is