Fréttir

Lífshlaupið: EFLA fær verðlaun

3.3.2009

Átaki til þess að efla hreyfingu og heilsu, svokölluðu Lífshlaupi 2009, er nú nýlokið.

Íþróttasamband Íslands stóð fyrir því í samvinnu við Menntamálaráðuneytið, Heilbrigðisráðuneytið, Lýðheilsustöð, Skýrr, RÚV og Ávaxtabílinn.

Í keppni fyrirtækja stóð EFLA sig með prýði. Fyrirtækið varð í 1. sæti í sínum stærðarflokki og hlaut tvenn verðlaun:

1. verðlaun fyrir hreyfingu í flestar mínútur og 1. verðlaun fyrir að hafa stundað hreyfingu í flesta daga samanlagt. Það var íþróttanefnd starfsmannafélagsins sem sá um hvatningu og skráningu innan EFLU.