Ljósmyndasýning EFLU
Starfsmannafélag EFLU (með heitinu Öflungur) gekkst fyrir ljósmyndasamkeppni starfsmanna og áttu innsendar myndir að vera af raflínum.
Margar myndir bárust og voru þrenn verðlaun veitt. Þau hlutu Elís Bergur Sigurbjörnson, Vigfús Björnsson og Ólafur Þórisson.
Sýning 10 ljósmynda sem komust í undanúrslit var sett upp í húsnæði EFLU að Grensásvegi 3 og verður þar til miðs nóvembers en þá flutt að Suðurlandsbraut 4A.