Fréttir

Löndunarkerfi í Abu Dhabi

22.11.2010

Starfsmenn EFLU í Dubai voru að ljúka við prófanir á stýrikerfi uppskipunarkerfis eða "ShipUnloader" fyrir álver EMAL í AbuDhabi.
  • Emal Krani

Löndunarkraninn sér um að soga súrál og það sem fagmenn kalla "coke" upp úr þartil gerðum skipum. Afköst kranans eru 800 tonn/klst af súráli og 500 tonn/klst af "coke".

Efnið í "coke" er aðallega kolefni og notað við framleiðslu á rafskautum í rafgreiningarker álvera. Fæðispenna kranans er 6,6 kV. Stjórnkerfi hans tengist verksmiðjunni með ljósleiðara sem er samofinn aðal háspennustrengnum. Heildaraflþörf uppskipunarkranans er um 1,6 MW.
Verkþáttur EFLU felst í tölvustýringu kerfisins og stillingum á rafbúnaði kranans.