Lofsvert Lagnaverk 2013
EFLA hlaut viðurkenninguna vegna hönnunar stjórnbúnaðar lagnakerfa og uppsetningu hússtjórnarkerfis í húsakynnum Lýsis hf. 2013. Í viðurkenningunni er vakin athygli hve vel sé að öllu staðið, en í verksmiðjunni sé meðal annars flókinni og nær sjálfvirkur búnaður til matvæla og lyfjaframleiðslu.
Það var Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands sem afhenti verðlaunin við athöfn í höfuðstöðvum Lýsis hf.
Þess má geta að EFLA verkfræðistofa hlaut þessi verðlaun einnig í fyrra en þá fyrir lagnaverkið í Menningarhúsinu Hofi.