Fréttir


Fréttir

Mælingar á hljóðstigi frá mismunandi gerðum slitblaða í snjótennur

30.5.2009

Að beiðni Vegagerðarinnar voru framkvæmdar hljóðstigsmælingar frá nokkrum mismunandi gerðum slitblaða fyrir snjótennur.  Tilgangur mælinganna var að meta muninn á hljóðgjöf og hávaðaútbreiðslu blaðanna. 

  • Snjómokstursbíll

Snjóhreinsun á vegum Vegagerðarinnar fer meðal annars fram á stofnbrautum á höfuðborgarsvæðinu en á síðustu misserum hefur borið á kvörtunum frá íbúum sem búa í nágrenni við stofnbrautir. 

Vegagerðin hefur fram til þessa eingöngu notast við stálblöð en eru nú að skoða og bera saman aðra valkosti sem í boði eru.

Að auki er fjallað um reglugerðarviðmið hér heima og í nágrannalöndum, hljóðskynjun, hávaðaáraun, ónæði ökumanna og áhrif titrings á heilsu þeirr.

Niðurstöður mælinga voru bornar saman við reglugerðarviðmið samkvæmt reglugerð um hávaða nr.724/2008.