Fréttir


Fréttir

Málstofa um hljóðvist í leik- og grunnskólum

17.9.2009

Málstofa um hljóðvist í leik-og grunnskólum verður haldin föstudaginn 25.september næstkomandi. 

 Ólafur Daníelsson, hljóðráðgjafi á hljóðvistarsviði EFLU mun flytja erindi um rannsóknarverkefni sem unnið var í samstarfi við Reykjavíkurborg og ber heitið : Hljóðvist skólabygginga ? Samanburður á viðmiðunargildum, mæligildum og áliti notenda. 

  • Hljóðvistarmælingar

Mörg áhugaverð erindi verða flutt meðal annars um flokkun skólahúsnæða með tillit til hljóðvistar, ákvæði í reglugerðum og stöðlum, um hávaðamælingar í skólum  og almennt um hávaða og heilsu í umhverfi barna. 

 Þá verða reynslusögur fluttar af starfsfólki leik- og grunnskóla.  Nánari upplýsingar um málstofuna má nálgast á heimasíðu Vinnueftirlitsins.