Fréttir


Fréttir

Málþing um oxun metans

12.8.2015

Næstkomandi föstudag, þann 14. ágúst mun EFLA ásamt Sambandi íslenskra sveitafélaga standa fyrir málþingi um oxun metans. Málþingið verður haldið í húsakynnum SORPU í Álftanesi og hefst kl 9:00.
  • Urðunarstaðir
Meðal annars verður fjallað um meðhöndlun hauggass á nokkrum urðunarstöðum á Íslandi auk þess sem Alexandre Cabral, prófessor við háskólann í Sherbrooke í Québec í Kanada, mun kynna nýlegar rannsóknir og aðferðir við oxun metans.

Alexandra Kjeld, umhverfisverkfræðingur hjá EFLU, mun flytja erindi á málþinginu um niðurstöður gasmælinga í jarðvegsyfirborði á Fíflholtum þar sem oxun metans er metin með gasprófílaaðferðinni.

Auk þess verða haldin erindi um hauggassöfnun í Álftanesi og í Glerárdal við Akureyri

Dagskrá málþingsins

Skráning er ekki nauðsynleg, en allir áhugasamir hvattir til að mæta.