Fréttir


Fréttir

Að setja sér markmið í loftlagsmálum

15.2.2016

Helga J. Bjarnadóttir, sviðstjóri umhverfissviðs EFLU, hélt í síðustu viku erindi fyrir Samtök Iðnaðarins undir yfirskriftinni "Að setja sér markmið í loftlagsmálum".
  • Hjólreiðarmaður

Sagði Helga frá þeim markmiðum, aðgerðum og stefnum sem EFLA hefur sett sér bæði í eigin rekstri sem og tengdri ráðgjafarþjónustu sem EFLA veitir, til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Má þar nefna að EFLA heldur Grænt bókhald og gefur árlega út umhverfisskýrslu þar sem mælanlegur árangur fyrir mismunandi umhverfisþætti er birtur 8 ár aftur í tímann.

Meðal þeirra aðgerða sem við hjá EFLU höfum farið út í eru m.a. innleiðing samgöngustefnu sem miðar að því að EFLA stuðli að minni mengun, heilbrigðari lífsháttum og bættri borgarmynd. Öllum starfsmönnum stendur til boða samgöngustyrkir þar sem hvatt er til þess að starfsmenn komi með öðrum leiðum en einkabíl til vinnu. EFLA lánar starfsmönnum hjól og býður upp á námskeið í hjólafærni, viðhaldi og yfirferð á hjólum starfsmanna. Fyrirmyndar sturtu og skiptiaðstöðu er að finna sem og læsta og yfirbyggða hjólageymslu.

Frétt SI m fundinn og erindin.