Fréttir


Fréttir

Mat á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu

30.10.2014

Landsnet hefur ákveðið að hefja undirbúning mats á umhverfisáhrifum Sprengisandslínu, 220 kV háspennulínu milli Suður- og Norðurlands. Því er ætlað að kanna nánar umhverfisáhrif línunnar og leggja mat á kosti um leiðarval og útfærslur. Drög að tillögu að matsáætlun hafa nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Landsnets og er athugasemdafrestur til 20. nóvember næstkomandi.
  • Ferðahópur á Sprengisandi
EFLA vinnur að mati á umhverfisáhrifum í samstarfi við Steinsholt sf. en einnig vinnur EFLA að verkhönnun línunnar. Samhliða vinnur Vegagerðin að umhverfismati nýrrar hálendisleiðar yfir Sprengisand. Áhersla er lögð á að Sprengisandslína verði sem minnst sýnileg frá væntanlegri Sprengisandsleið. Sameiginlegt opið hús Landsnets og Vegagerðarinnar verður 4. og 5. nóvember í Þingeyjarsveit og á Hellu.

Sjá nánar fréttatilkynningu og matsáætlun

Matsáætlun