Fréttir


Fréttir

MBA nemar í verknámi

15.4.2015

Þessa vikuna dvelur hjá okkur hópur MBA nema frá CASS Business school í London, í tengslum við International Consultancy Week.
  • MBA nemar frá CASS Business School

Þessa vikuna dvelur hjá okkur hópur MBA nema frá CASS Business school í London, í tengslum við International Consultancy Week. Þetta er annað árið í röð sem EFLA fær til sín hóp frá þessum skóla og munu þau vinna að raunhæfu rannsóknarverkefni.

Tilgangurinn er að veita þeim innsýn og reynslu af alþjóðlegum viðskiptum og vonum við að í framtíðinni verði þeir verðugir sendifulltrúar okkar á alþjóðlegum vettvangi.