Fréttir


Fréttir

Meðhöfundur og ritstjóri nýrrar bókar um umhverfismál

10.10.2016

Magnús Bjarklind starfsmaður umhverfissviðs EFLU ritstýrði nýlega bókinni  "Urban Landscaping - as taught by nature".
  • Urban landscaping bók

Nýlega kom út bókin "Urban Landscaping - as taught by nature" en titillinn á bókinni gæti útleggst á íslensku sem "Aðferðir nátturunnar nýttar í uppbyggingu á manngerðu umhverfi". Bókin er lokaafurð í samevrópsku yfirfærsluverkefni á sviði garðyrkju- og landslagstækni "NordGreen" sem stóð yfir árin 2013-2015. Magnús Bjarklind starfsmaður umhverfissviðs EFLU tók þátt í verkefninu sem meðhöfundur og ritstjóri bókarinnar.

Bókin fjallar um ýmis vandamál og áskoranir sem flest tengjast loftslagsbreytingum. Þar má nefna ofanvatnslausnir, m.a. gróðurþök, settjarnir og regnbeð. Einnig er fjallað um náttúruleg vistkerfi plantna og hvernig sækja má hugmyndir og fyrirmyndir úr náttúrunni við hönnun og uppbyggingu grænna svæða.

Á umhverfissviði EFLU starfar hópur sérfræðinga í umhverfismálum og veitir víðtæka ráðgjöf í greininni, þar á meðal á sviði landslags- og garðyrkjutækni, m.a. í uppbyggingu gróðurþaka, ofanvatnslausna, uppbyggingu og umhirðu grænna svæða.

Hægt er að lesa nánar um bókina á vefsíðu Horticum Menntafélags og þar er einnig hægt að panta bókina.

Magnus BjarklindMagnús Bjarklind