Endurheimt staðgróðurs á framkvæmdasvæðum
Þann 17. mars fengu EFLA og Landgræðslan styrk úr Orkurannsóknasjóði Landsvirkjunar.
Í verkefninu verður kannað hvernig lágmarka megi rask vegna framkvæmda og endurnýta staðargróður með sérstakri áherslu á mosa, lyng og annan hægvaxta og viðkvæman gróður.
Einnig verður kannað hvernig best er að standa að upptöku og flutningi á gróðurlagi frá framkvæmdasvæðum með það að markmiði að endurleggja það á fyrri svæði eða ný þar sem skemmdir eða rask hefur orðið.
Í verkefninu er leidd saman þekking á vistfræði og garðyrkjutækni.
Verkefninu stýra fyrir hönd EFLU þeir Árni Bragason og Magnús Bjarklind og frá Landgræðslunni Guðmundur Halldórsson og Kristín Svavarsdóttir.