Fréttir

Mengunarslysaæfing: EFLA með ráðgjöf

6.5.2009

Þann 5. maí var haldin viðbragðsæfing vegna "mengunarslyss" við Shell-bensínstöðina að Skógarhlíð 16 í Reykjavík.

  • Mengunarslys

Á æfingunni var líkt eftir alvarlegu óhappi og slysum á fólki.

Látið var sem jeppi hefði ekið á olíubíl er var að fylla á stöðvartankana.

Þúsundir lítra af gervibensíni, lituðu vatni, láku út á umferðargötu og leikendur gerðu æfinguna sem raunverulegasta.

Í henni tóku þátt helstu viðbragðsaðilar (slökkvilið, lögregla, heilbrigðiseftirlit og vinnueftirlit) eins og um raunverulegt óhapp væri að ræða.

Markmið var að æfa neyðarviðbrögð Skeljungs og viðbragðsaðilanna.

Á EFLU starfar svið (bruna- og öryggismál) sem kemur reglulega að viðlíka viðbragðsæfingum, t.d. viðbrögðum við mengunarslysum, rýmingaræfingum í byggingum og iðnaði.

Að þessu sinni var æfingin skipulögð í samvinnu við Heilsuvernd en EFLA tekur þar þátt í vinnuverndar- og öryggismálum.