Fréttir


Fréttir

Menningarverðlaun DV

9.3.2011

EFLA verkfræðistofa sá um brunahönnun og hljóðhönnun fyrir Ásgarð fimleikahús í Garðabæ, húsið er 3.440 m2. Verkkaupi er Bæjarsjóður Garðabæjar og hönnuður er arkitektastofan Arkitektur.is sem jafnframt fékk menningarverðlaun DV.
  • Ásgarður
Í verki sem þessu notar EFLA verkfræðistofa sérhæfð forrit til útreikninga á brunaþróun og reykflæði til að finna hagkvæmustu lausn brunavarna og um leið tryggja öryggi fólks. Eins voru gerðir útreikningar á rýmingu fólks til að hanna bestu flóttaleiðir.   Markmið hljóðhönnunar var að tryggja ómtímalengd sem hæfði notkun rýmanna. Hljómburðarlíkan var sett upp af rýmunum með hugbúnaðinum Odeon. Í líkanið voru settir inn allir helstu fletir og innanstokksmunir rýmisins, þ.m.t. gólfdýnur og fimleikaáhöld, til að líkja sem best eftir raunverulegum hljómburði þegar húsið verður tekið í notkun. Í anddyri voru innanstokksmunir og aðlæg rými skilgreind í líkaninu. Til að tryggja að settum markmiðum væri náð var farið út í hljóðísogsaðgerðir í nánu samstarfi við arkitekta.

Í Ásgarði er fjölbreytt aðstaða til íþróttaiðkana. Nýbygging samanstendur annars vegar af fimleikahúsi og hins vegar af inngangi sem tengir saman alla starfsemi íþróttamiðstöðvarinnar, svo sem sundlaug, handboltasal, þreksal o.fl. Húsið nýtist til fjölbreytts íþróttastarfs með aðgengi fyrir nemendur grunnskóla, leikskóla og eldri bæjarbúa.
Hér er vel leyst að tengja saman mismunandi stærðir eldri og nýrri byggingahluta. Vandmeðfarið er að laga íþróttamannvirki vel að umhverfinu vegna stærðar. Þessu er náð með því að grafa fimleikasal niður og liggur hann því lágreistur í umhverfinu. Minni aðkomubygging tekur á móti gestum og tengir saman fjölþætta starfsemi íþróttamiðstöðvar. Frá aðkomurými er góð yfirsýn yfir fimleikasal og hæðarmunur er nýttur fyrir áhorfendapalla.

EFLA verkfræðistofa óskar Arkitektur.is til hamingju með verðlaunin.

menningarverdlaun_DV