Fréttir


Fréttir

Merkur áfangi

30.8.2010

Undirritun samnings um skipulag og forhönnun hins nýja Landspítala-Háskólasjúkrahúss (LSH) fór fram á Landspítalanum þann 27. ágúst að viðstöddum gestum.
  • Ráðstefna

Í hönnunarsamkeppni um nýjan Landspítala-Háskólasjúkrahús sigraði SPITAL teymið, sem auk EFLU inniheldur verkfræðifyrirtækin Lagnatækni og Norconsult, og arkitektana ASK arkitekta, Bjarna Snæbjörnsson, Kanon arkitekta, Landark, Teiknistofuna Tröð og Ratio arkitekter. 
Fyrir hönd SPITAL undirritaði Arinbjörn Friðriksson samninginn en fyrir hönd verkaupans, sem ber heitið Nýr Landspítali ohf, Gunnar Svavarsson stjórnarformaður.
Fimm aðilar vottuðu samninginn, heilbrigðisráðherra Álfheiður Ingadóttir, Kristín Ingólfsdóttir rektor Háskóla Íslands, Björn Zoëga forstjóri LSH, auk Halldóru Bragadóttur og Páls Gunnlaugssonar frá SPITAL.

Framkvæmdir á sjúkrahússreitnum taka til áfangaskipts skipulags lóðar Landspítalans við Hringbraut í heild og til útfærslu á fyrsta áfanga spítalastarfsemi í 66 þúsund fermetra nýbyggingu. SPITAL teymið mun vinna hönnun fram að einkaframkvæmdarútboði en starfar að því loknu  við verkefnisstjórn og hönnunarrýni með verkkaupa.
Áætlaður kostnaður við nýbyggingu Landspítalans er um 33 milljarðar króna á verðlagi í mars 2009, og er verkefnið fjármagnað af íslensku lífeyrissjóðunum.

Standa vonir til að framkvæmdir hefjist á síðari hluta árs 2011.

V0000119b