Fréttir


Fréttir

Nýr og öflugur dróni

UX11, Nýr dróni, Ísmar,

16.4.2019

EFLA hefur fest kaup á nýjum dróna, UX11, sem mun stórauka möguleikann á að mæla og kortleggja stór svæði með mikilli nákvæmni á hagkvæman hátt. 

  • Dróni
    EFLA fær nýja drónann afhentan. Frá vinstri: Páll frá EFLU, Sveinbjörn frá Ísmar og Hjörtur Örn frá EFLU.

Dróninn kemur frá franska fyrirtækinu Delair og er svokallaður Fixed Wing dróni. Hann er með innbyggða öfluga iðnaðarmyndavél sem tekur myndir í mjög mikilli upplausn og getur kortlagt svæði með allt að 1 cm nákvæmni. Dróninn vegur aðeins 1.4 kg og getur verið á lofti í allt að 59 mínútur í einu og gerir það mögulegt að kortleggja stór svæði á mun minni tíma en hingað til. Dróninn sendir myndir í rauntíma til flugmanns sem hefur möguleika á að breyta og bregðast við t.d. mismunandi birtuskilyrðum á meðan dróninn er á flugi. Hægt er að keyra saman upplýsingum frá GPS mælitækjum til að tryggja mikla nákvæmni í gögnunum.

Margvíslegir möguleikar

EFLA hefur unnið fjölmörg verkefni á sviði landmælinga, kortagerðar og skoðunar á mannvirkjum með drónum og er UX11 kærkomin viðbót í drónaflota EFLU. Með honum er hægt að bjóða viðskiptavinum upp á enn öflugri háskerpuloftmyndir, landlíkön og annars konar greiningu.

Nánari upplýsingar um UX11 drónann

Nánari upplýsingar um þjónustu EFLU með notkun dróna