Fréttir

Námskeið: Brunavarnir bygginga - ný byggingareglugerð

22.9.2014

IMG 0200

 

EFLA ásamt Mannvirkjastofnun munu halda námskeið hjá Endurmenntun Háskóla Íslands í nóvember. Námskeiðið ber heitið ?Brunavarnir bygginga ? ný byggingareglugerð?.


Á námskeiðinu verður farið ítarlega yfir brunavarnir nýrrar byggingareglugerðar, uppbyggingu og helstu ákvæði. Fjallað verður um breytingar frá eldri reglugerð og hvernig kröfur hafa breyst með tilkomu meginregla og viðmiðunarregla. Fjallað verður um ýmsar brunatæknilegar lausnir.

 

Umsjón námskeiðsins hafa Böðvar Tómasson, fagstjóri Bruna- og öryggissviðs EFLU verkfræðistofu og Dr. Björn Karlsson, byggingarverkfræðingur og forstjóri Mannvirkjastofnunar.

 

Nánari upplýsingar má finna á vef námskeiðsins.