Fréttir

Umhirða golf- og knattspyrnuvalla

26.3.2009

Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem sinna viðhaldi og umhirðu á golf- og knattspyrnuvöllum, m.a. starfsmenn golfklúbba, knattspyrnufélaga og vallarstjóra.

  • Golf og knattspyrnuvellir

Gert er ráð fyrir að þátttakendur hafi reynslu innan fagsins og metnað fyrir vönduðum vinnubrögðum. Námskeiðið er einnig hugsað sem endurmenntun fyrir faglærða golfvallafræðinga og garðyrkjumenn.

Á námskeiðinu verður meðal annars fjallað um: 

  • Aðstæður á völlum - álag á knattspyrnu- og golfvöllum.
  • Æskilegar / óæskilegar grastegundir, m.a. hvaða grastegundir henta / henta ekki, m.t.t. mismunandi aðstæðna og álags.
  • Mikilvægi loftunar í viðhaldi grasflata, s.s. misjafnar gerðir loftunar, tilgangur og markmið.
  • Helstu sjúkdómar í grasflötum og varnir gegn þeim, m.a. sveppasjúkdómar.
  • Áburðarnotkun, m.a. helstu áburðartegundir og stýringu áburðargjafar m.t.t. aðstæðna hverju sinni.
  • Vatnsnotkun í umhirðu, vökvun í samræmi við þarfir og aðstæður.
  • Áætlanagerð og verkefnastýringu, m.a. umhirðuáætlanir. Kennarar : Ágúst Jensson Golfvallafræðingur, Árni Bragason Jurtaerfðafræðingur, Baldur Gunnlaugsson Garðyrkjutæknir, Brynjar Sæmundsson Golfvallafræðingur, Halldór Sverrisson Plöntusjúkdómafræðingur og Magnús Bjarklind Garðyrkjutæknir.

 Tími: föstudagurinn 3. apríl kl. 9-15 - Þátttakendur skrá sig í tölvupósti á netfangið
sigi@sigi.is fyrir 28. mars n.k.

Kennslan fer fram hjá í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, E-salur
Verð: 9.500. kr. Námsgögn og léttar veitingar innifalið í verði.