Fréttir


Fréttir

Náttúra og byggð tengd á ljóðrænan hátt

26.11.2014

Tillaga VA arkitekta ásamt Landmótun og EFLU var hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda og félagsstarf, menningarmiðstöð og almenningsbókasafn, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal auk íbúðabyggðar. Í hönnunarhópnum fyrir hönd EFLU voru þau Ríkharður Kristjánsson, Guðrún Jónsdóttir og Brynjar Örn Árnason.
  • Úlfarsárbyggð

Tillaga VA arkitekta ásamt Landmótun og EFLU var hlutskörpust í hönnunarsamkeppni um samþættan leik- og grunnskóla með aðstöðu fyrir frístunda og félagsstarf, menningarmiðstöð og almenningsbókasafn, sundlaug og íþróttahús í Úlfarsárdal auk íbúðabyggðar. Í hönnunarhópnum fyrir hönd EFLU voru þau Ríkharður Kristjánsson, Guðrún Jónsdóttir og Brynjar Örn Árnason.

Í umsögn dómnefndar segir um vinningstillöguna að styrkur hennar felist í frjórri útfærslu útivistarsvæða og innirýma og innbyrðis tengslum þeirra. Vel hafi tekist að skapa einstakt mannvirki sem setur mikinn svip á borgarhlutann og gerir hann aðlaðandi og eftirsóknarverðan í borginni án þess að skyggja á útsýnið frá íbúðarhúsunum yfir dalinn.

ulfarsarbyggd 3 a

ulfarsarbyggd 3 b

ulfarsarbyggd 1