Nýsköpunarkeppni Nordic Innovation Center
Teymi frá EFLU komst í 25 liða úrslit í vor, en rúmlega 400 hugmyndir voru sendar inn í keppnina. Fulltrúar hópsins eru nú staddir í Stokkhólmi að kynna hugmyndina í þeirri von að komast áfram í fimm liða úrslit. Takist það fá þau að halda áfram að þróa hugmyndina með höfuðborgunum fimm fram á næsta sumar þar sem einn sigurvegari stendur eftir með vegleg peningaverðlaun.
Verkefni EFLU nefnist Ylgarður, Thermal Winter Garden. Ylgarður er innigarður þar sem hægt er að njóta dagsljóssins og náttúru allan ársins hring í þægilegu andrúmslofti. Hann er hugsaður fyrir þá hópa sem hafa takmörkuð tækifæri til að njóta náttúrunnar eins og t.d. eldri borgara. Kenning verkefnisins er sú að aðgangur að dagsljósi og náttúrulegu umhverfi stuðli að aukinni vellíðan.
Nánari upplýsingar um keppnina.
Umfjöllun Reykjavíkurborgar um keppnina.
Egill Maron leiðir verkefnið fyrir hönd EFLU