Fréttir


Fréttir

Norðurorka tekur nýtt skjákerfi í notkun

9.4.2018

EFLA hefur undanfarin misseri verið ráðgjafi Norðurorku, orku- og veitufyrirtækis á Akureyri, varðandi þróun og uppsetningu á nýju skjákerfi sem ætlað er að leysa eldra kerfi af hólmi.

  • skjákerfi Norðurorku
    Hluti af teymi EFLU og Norðurorku sem kom að verkefninu

Skjákerfi veita rekstraraðilum stjórnkerfa yfirsýn um stöðu stjórntækja og aðrar mikilvægar upplýsingar. EFLA er samstarfsaðili, e: solution partner, fyrir Siemens WinCC skjákerfi og var það kerfi valið fyrir Norðurorku.

Sökum mikils umfangs var verkefninu skipt upp í nokkra áfanga.  Fyrsti áfanginn var að velja nýtt og hentugt skjákerfi, annar fasinn var að setja upp grunnkerfið og grunnvirkni skjákerfisins. Áætlað er að flytja eina veitu í einu milli kerfa þ.e. fráveitu, vatnsveitu, hitaveitu, rafveitu og virkjanir.

skjákerfi NorðurorkuSkjáskot af nýja skjákerfinu

Uppbygging kerfisins, hönnun og gangsetning fráveituhluta er lokið og tók Norðurorka kerfið í notkun síðla vetrar. Nýja skjákerfið er góð viðbót við eftirlitskerfi Norðurorku og geta rekstraraðilar fyrirtækisins núna tengst kerfinu úr fartölvum og snjalltækjum hvar sem er til eftirlits á veitum fyrirtækisins.

Sérfræðingar EFLU hafa víðtæka reynslu í hönnun og rekstri skjákerfa fyrir framleiðslu- og mælikerfi.

Norðurorka - verkefnalýsing