Fréttir


Fréttir

Ný brú yfir Eyjafjarðará

2.7.2020

Ný brú yfir vestari kvísl Eyjafjarðarár var vígð fimmtudaginn 1. júlí og fékk nafnið Vesturbrú. EFLA sá um hönnun brúarinnar og reiðstíga.

  • Vesturbrú á Akureyri
    Vesturbrú á Akureyri við vestari kvísl Eyjafjarðarár.

Brúin kemur í stað eldri leiðar yfir óshólmasvæði Eyjafjarðarár sem lokaðist við uppfærslu á aðflugsbúnaði Akureyrarflugvallar í september 2019. Útivistarfólk og ekki síst hestamenn voru því orðnir langeygir eftir nýju brúnni sem nú sem opnar aftur þetta vinsæla útivistarsvæði.

EFLA sá um hönnun brúarinnar og reiðstíga fyrir Akureyrarbæ. Brúin er 60 m löng stálbitabrú með timburgólfi og handriði sem hannað er með þarfir hesta og hestamanna í huga.

Starfsfólk EFLU óskar hestamönnum og öðru útivistarfólki á Akureyri til hamingju með nýja brú yfir Eyjafjarðará sem vígð var í gær.

Vesturbrú á AkureyriBrúin er 60 m löng stálbitabrú.

Vesturbrú á AkureyriBrúin fékk nafnið Vesturbrú og var vígð við hátíðlega athöfn.