Fréttir


Fréttir

Ný þjóðaröryggisstefna

30.1.2012

Nú er hafin vinna við mótun nýrrar þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Þingmannanefnd mun leiða vinnuna, en stefnan er að huga að fjölbreyttum ógnum, en hernaðarleg ógn hefur sífellt minna vægi.


NEXUS, rannsóknarvettvangur á sviði öryggis- og varnarmála, í samstarfi við Alþjóðamálastofnun, Háskólann á Bifröst, Rannsóknarþing norðursins, Rannsóknarteymi um öryggismál og landfræðipólitík á norðurslóðum, og Norræna húsið, stendur fyrir heilsdagsráðstefnu um mótun nýrrar þjóðaröryggisstefnu fyrir Ísland. Ráðstefnan fór fram í Norræna húsinu í Reykjavík mánudaginn 16. janúar.

Böðvar Tómasson sérfræðingur hjá EFLU hélt fyrirlestur sem fjallaði um öryggismál í þjóðaröryggislegu samhengi í fyrirlestrinum "Multi-dimensional aspects of security".  Þar var vikið að öryggi innviða samfélagsins, hvernig þeir eru innbyrðis tengdir og hvernig það hefur áhrif á heildar öryggið.
Mikilvægt væri að huga að öryggi við hönnun kerfa, ferla og við uppbyggingu innan stjórnsýslunnar.

Líta verður til áhættustjórnunar við mat á ógnum og þó svo að Ólíklegt er að alvarlegustu ógnirnar sem Ísland stendur frammi fyrir verði að veruleika,
gætu afleiðingarnar orðið það miklar að það er nauðsynlegt að búa sig undir þær.

Frétt Vísis