Fréttir


Fréttir

Nýr ISO 14001 staðall

4.11.2015

Ný útgáfa umhverfisstjórnunarstaðalsins ISO 14001 tók gildi nú í október sem íslenskur og evrópskur staðall.
  • Yfirlitsmynd af Reykjavík

Nýja útgáfan kallar á að fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög sem nú þegar hafa vottun skv. eldri útgáfu staðalsins yfirfari og aðlagi umhverfisstjórnun sína að nýjum áherslum. Aðlögunartíminn er 3 ár.

Meira má lesa um breyttar áherslur í umhverfisstjórnun í grein sem þær Eva Yngavdóttir og Helga J. Bjarnadóttir sérfræðingar EFLU hafa skrifað um nýju útgáfuna sem birtist í meðfylgjandi grein í fréttablaði Staðlaráðs Íslands, Staðlamál, okt. 2015. 

EFLA Verkfræðistofa hefur um árabil boðið ráðgjöf á sviði umhverfisstjórnunar og innleiðingu vinnubragða í takt við ISO 14001 staðalinn.

Smelltu hér til að lesa greinina