Fréttir


Fréttir

Nýr vefur - Samfélagsskýrslu EFLU

Samfélagsleg ábyrgð, Sjálfbærniskýrsla, Vefsíða

26.6.2020

EFLA hefur tekið saman upplýsingar um samfélagslega ábyrgð fyrirtækisins og birtir þær bæði í prentútgáfu og nú í fyrsta sinn á nýju vefsvæði. Á vefnum má finna upplýsingar um árangur fyrirtækisins sem snúa að umhverfismarkmiðum EFLU og öðrum viðfangsefnum tengdum samfélagsábyrgð.

  • Samfélagsskýrsla - vefsvæði
    Nýr vefur Samfélagsskýrslu EFLU hefur verið opnaður.

Áhersla EFLU á samfélagslega ábyrgð hefur vaxið jafnt og þétt síðustu árin og er samfélagsábyrgð rauður þráður í stefnumiðum fyrirtækisins. EFLA leggur ríka áherslu á að koma fram með lausnir sem efla viðskiptavini og samfélög. Í allri ráðgjöf fyrirtækisins er lögð áhersla á að koma fram með umhverfisvænni lausnir og huga að samfélagslegri ábyrgð

Framgangur ársins

Meðal árangurs sem náðst hefur á árinu 2019 er 30% lækkun á kolefnisspori fyrirtækisins, minnkun í notkun pappírs og kolefnisjöfnun starfseminnar. EFLA var valin handhafi Kuðungsins 2019, umhverfisviðurkenningar Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf í umhverfismálum.

Þetta er í fimmta sinn sem EFLA gefur út samfélagsskýrslu og birtir árangur og framgang fyrirtækisins sem lúta að viðmiðum sáttmála Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Þessar upplýsingar eru aðgengilegar á vefnum og þar er einnig hægt að nálgast prentútgáfu skýrslunnar. 

Vefur - Samfélagsskýrsla EFLU