Fréttir


Fréttir

Nýr vegur í Noregi

18.12.2015

Þann 19 október 2015 var opnaður seinni áfangi af nýjum 16,8 km vegi, fv. 715 milli Kesierås og Olsøy, í Norður og Suður Þrándarlögum í Noregi. Nýji vegurinn leysir af hólmi gamlan mjóan veg sem var með mörgum kröppum beygjum og blindhæðum. Gamli vegurinn var malbikaður en umferðaröryggið var slæmt.
  • KEISERÅS – OLSØY 2
    Statens Vegvesen

Nýr vegur fv. 715 Keiserås ? Olsøy norðan Þrándheims opnaður

 - EFLA aðalráðgjafi - 

Nýi vegurinn bætir umferðaröryggið verulega og styttir ferðatíma eftir veginum umtalsvert. Vegurinn liggur að stórum hluta meðfram Storvatnet og er aðaltenging milli Þrándheims og ytri og nyrðri hluta af Fosen sem er landsvæðið norðan Þrándheims. 

Í júní 2015 var fyrri áfangi verksins opnaður, en hann er á milli Keiserås og sveitarfélagsmarkanna Rissa/Leksvik. Bygging vegarins gekk mjög og til að mynda var síðari áfanginn opnaður um sjö mánuðum á undan áætlun.

EFLA sá um alla veghönnun og hönnun á fjórum af sex brúm í verkinu. Landslagshönnun í fyrri áfanga var unnin að hluta til í samstarfi við Fortunen AS sem er arkitektastofa í Bergen.

Tvær af vegbrúnum eru plötubrýr úr eftirspenntri steinsteypu, Omundvågbrua sem er 51 m löng í þremur höfum og Breilielvabrua sem er 19 m löng í einu hafi. Þriðja brúin er plötubrú úr slakbentri steinstepu, Olsøybrua sem er 39 m löng í þremur höfum. Síðast brúin, Skaudalbrua, er samverkandi 90 m löng brú í 3 höfum. Brúarhönnun var að mörgu leiti krefjandi þar sem víða var 10-20 m niður á klöpp. Þá er Skaudalbrua að hluta á jarðlögum með kvikkleir sem krafðist sérhæfða lausna við undirstöðuhönnun.