Fréttir


Fréttir

Nýtt hátæknisjúkrahús: Teymið með EFLU sigrar í samkeppni

9.7.2010

Eftir forval fimm teyma hefur farið fram hönnunrasamkeppni fyrir nýjan Landspítala-Háskólasjúkrahús. Úrslit hennar er nú kunn og bar teymi sem EFLA er ábyrgðaraðili fyrir sigur úr býtum. Var þetta tilkynnt við athöfn á Háskólatorginu 9. júlí.
  • Viðurkenning í Háskóla Íslands

Í teyminu sem heitir SPITAL eru auk EFLU Ask arkitektar, Bjarni Snæbjörnsson arkitekt, Kanon arkitektar, Lagnatækni, Landark, Medplan, Norconsult og Teiknistofan Tröð.

Samkeppnin var tvíþætt og tók til áfangaskipts skipulags lóðar Landspítala við Hringbraut í heild og líka til útfærslu á fyrsta áfanga spítalastarfsemi í 66 þúsund fermetra nýbyggingu sem skiptist í þrjá meginhluta:

Bráðakjarna með bráðamóttöku, myndgreiningu, gjörgæslu, skurðstofum og rannsóknarstofum, legudeildir með 180 rúmum sem öll eru í einbýli, sjúklingahótel með 80 herbergjum.

Við mat á innsendum  lausnum  var  m.a. litið til arkitektúrs, ytra- og innra skipulags, áfangaskiptingar, sveigjanleika, tækni og tæknikerfa, umhverfissjónarmiða, byggingarkostnaðar, rekstrarkostnaðar bygginga og heildarhagkvæmni starfseminnar.

Teymið mun vinna að hönnun verkefnisins fram að einkaframkvæmdarútboði en starfar að því loknu  við verkefnisstjórn og hönnunarrýni með verkkaupa.

Áætlaður kostnaður við nýbyggingu Landspítalans er um 33 milljarðar króna á verðlagi í mars 2009.

Standa vonir til að framkvæmdir  geti hafist á síðari hluta árs 2011.

Er áætlað að þær standi fram á árið 2016.

Sjá nánar á www.spital.is

high_tec_hospital2