EFLA AS í nýju húsnæði
Með þessum samningi mun skrifstofa EFLU í Osló flytja í nýtt og stærra skrifstofuhúsnæði í október. Nær tvöföldun er á húsnæðisstærðinni frá því sem áður var og verður hægt að koma fyrir allt að 40 starfsstöðvum.
Það sem af er þessu ári hafa verið ráðnir inn 5 nýjir starfsmenn til EFLU AS og eru starfsmenn nú 18 talsins. Auk áframhaldandi uppbyggingar á orkutengdum verkefnum hjá EFLU AS er stefnt á að byggja upp önnur fagsvið hjá EFLU AS til að þjónusta markaðinn.