Fréttir


Fréttir

Nýtt launaflsvirki Landsnets á Grundartanga

17.2.2014

Á Klafastöðum á Grundartanga hefur Landsnet nú tekið í notkun nýtt launaflsvirki, thyristorstýrt SVC virki. Grundartangi er stærsti álagspunkturinn í kerfi Landsnets og truflanir á raforkuafhendingu þar geta haft mikil áhrif á rekstur alls kerfis Landsnets.
  • Launaflsvirki við Klafastaði

Fyrir notendur raforku er mikilvægt að afhendingaröryggi og gæði afhendingar séu sem best og er þessu virki ætlað að stuðla að bættum rekstri kerfisins og aukinni nýtingu flutningsvirkja til lengri tíma litið. Ákveðið var að byggja yfir allann rafbúnaðinn til að auka rekstraröryggi enda hefur selta oft valdið vandræðum við rekstur raforkukerfisins á þessu svæði.

EFLA hefur verið helsti ráðgjafi Landsnets í þessu verki og sá um útboðshönnun launaflsbúnaðar, hönnun byggingar og eftirlit með uppsetningu rafbúnaðar. Hornsteinar voru arkitektar byggingarinnar, VSÓ sá um byggingareftirlit og Verkís sá um útboðshönnun spennis og rofareits en Ístak byggði húsið. Þar að auki fékk Landsnet aðstoð frá erlendum sérfræðingum. Út frá niðurstöðum útboðs var valinn rafbúnaður frá ABB. Í þessu virki getur Landsnet nú stýrt framleiðslu samfellt frá -100 MVar í +150 MVar, þ.e. 100 MVar spóluvirkni og 150 MVar þéttavirkni.

IMG 4710 1