Fréttir


Fréttir

Öflugri EFLA

10.1.2014

Nú um áramótin runnu Verkfræðistofa Norðurlands og Verkfræðistofa Suðurlands undir hatt EFLU verkfræðistofu en stofurnar hafa verið í fullri eigu EFLU undanfarin ár. Samstarf fyrirtækjanna hafa skilað mjög góðum árangri og verið öllum fyrirtækjunum til hagsbóta.

Nú verða stofurnar svæðisskrifstofur EFLU og munu þær heita EFLA Norðurland og EFLA Suðurland, með fjölbreytt bakland EFLU í þekkingu og þjónustu. Áfram verður lögð höfuðáherslu á öfluga starfsemi og þjónustu á svæðunum.

Þjónustan á Suður- og Norðurlandi verður áfram óbreytt og á sama stað. EFLA verkfræðistofa starfar í öllum landshlutum á Íslandi í alhliða verkfræðiráðgjöf og er einnig þátttakandi í fyrirtækjum í sex öðrum löndum og með verkefni víða um heim. Starfsmenn EFLU Norðurlands og EFLU Suðurlands munu því líka fá frekari tækifæri til að taka þátt í verkefnum EFLU innanlands og erlendis, og styrkja þannig starfsemina á heimaslóðum og þekkingu um leið.

Engar breytingar verða í hópi starfsfólks EFLU Norðurlands og EFLU Suðurlands, á heimilisfangi eða símanúmerum. Upplýsingar um ný póstföng starfsfólks auk almennra upplýsinga má finna á heimasíðu EFLU. Eldri póstföng starfsmanna verða virk enn um sinn.

efla hofudst