Fréttir


Fréttir

Öflungur, nýtt starfsmannafélag

3.4.2009

Við sameiningu þeirra fyrirtækja sem mynda EFLU varð að bræða saman nýtt starfsmannafélag.

  • Ganga öflungs

Starfsmannafélög verkfræðistofanna sem mynda EFLU voru öflug og félagslífið líflegt og fjölbreytt.

Með enn stærri hópi starfsfólks mátti búast við að það héldi áfram og sú hefur líka verið raunin.

Nýja félagið heitir Öflungur (nýyrði eins og sérnafnið Efla).

Í því eru ríflega 200 manns og starfar þar stjórn auk þriggja nefnda, menningar- og skemmtinefnd, ferðanefnd og íþróttanefnd.

Nú þegar hafa nokkrir atburðir verið á vegum Öflungs og má þar nefna, þorrablót, leikhúsferð, auk þess sem íþróttanefnd hefur m.a. staðið fyrir sjósundi og stuðlað að metþáttöku starfsmanna í Lífshlaupinu en EFLA var í fyrsta sæti í sínum flokki.