Fréttir


Fréttir

Öryggisáhættugreiningar sprengitæknilegir útreikningar

4.5.2011

EFLA verkfræðistofa hefur stundað ráðgjöf í brunahönnun og öryggismálum frá árinu 1997, sérstakt Bruna- og öryggissvið starfar hjá EFLU.
  • Stokkhólmur

Inngangur

Á meðal verkefna sviðsins eru ráðgjöf, áhættugreiningar og öryggishönnun í víðum skilningi. Þar á meðal eru sprengitæknilegar greiningar, sem unnar hafa verið vegna verkefna bæði á Íslandi og erlendis.

Dæmi um ráðgjöf og verkefni sem eru unnin á Bruna- og öryggissviði eru greiningar á sprengiefnageymslum- og sprengiefnaflutningum, sprengihættu í iðnaði og rafmagnsspennum, greining á hættu vegna skemmdarverka ásamt greiningum á flugeldageymslum.

Sprengitæknileg hönnun

Sprengitæknileg greining er notuð í tengslum við skipulagsmál, hönnun og endurbætur mannvirkja þegar rannsaka þarf og bæta getu mannvirkja til að standast sprengingar. Markmiðið getur verið að auka þol bygginga og rekstur gagnvart áföllum eða tryggja öryggi fólks sem best, en það getur verið hluti af víðtækari öryggisáætlun fyrir bygginguna eða nærliggjandi svæði. Einnig geta sprengitæknilegar upplýsingar verið upplýsingaveita fyrir slökkvilið og björgunarsveitir svo að hægt sé að bregðast við á viðeigandi hátt þar sem hætta er á sprengingu.

Á mynd 2 má sjá dæmi um hvernig form bygginga stýra áhrifum sprengingar, eftir því hvort byggingin tekur höggið á sig eða dreifir því af leið.

mynd2

Dæmi um hönnun

EFLA verkfræðistofa hefur framkvæmt útreikninga fyrir flestar sprengiefnageymslur á Íslandi, sem og framkvæmt útreikninga og áhættugreiningar vegna flutnings á sprengiefnum. Á mynd 3 má sjá dæmi um áhrif sprengingar við flutning á sprengiefni.

mynd3

Fyrir dyrum stendur endurbygging á Slussen svæðinu í miðborg Stokkhólms, þar sem hugmyndin er að byggja yfir eða framlengja jarðgöng og byggja hús þar ofan á. EFLU hefur verið falið að gera umfangsmikla greiningu vegna flutninga á sprengiefni eftir þessum göngum. Á mynd 5 gefur að líta líkan með greiningu á afleiðingum sprengingar á mannvirki í kring.

mynd5

Sprengitæknilegar greiningar í iðnaði geta veitt mikilvægar upplýsingar um hættu fyrir starfsmenn og starfsemi. Oft eru slíkar greiningar hluti af stærri áhættugreiningu fyrir starfsemina, sem taka þá tillit til margvíslegrar áhættu, sem af starfseminni stafar.

Á mynd 6 má sjá dæmi um sprengitæknilega greiningu fyrir spennubreytir og þrýstibylgjur sem skapast í rýminu umhverfis hann. Greiningin var notuð til að meta og hanna nauðsynlegar varnir til að minnka áhrif sprengingar á nærliggjandi starfsemi.

mynd6