Fréttir


Fréttir

Öryggisvarnir handrita og ASIS

28.1.2015

ASIS mun halda sína sjöttu ráðstefnu um öryggismál í Dubai í byrjun febrúar (Middle East Security Conference & Exhibition). ASIS eru stærstu öryggissamtök í heimi með yfir 38.000 meðlimi um allan heim.
  • Íslensku fornritin

Böðvar Tómasson, fagstjóri Bruna- og öryggismála á EFLU verkfræðistofu, kynnir þar aðferð sem þróuð var í tengslum við hönnun öryggisvarna fyrir íslensku handritin og hvernig tryggja má heildrænar öryggisvarnir með samþættingu áhættugreininga fyrir allar ógnir.
EFLA hefur séð um hönnun öryggisvarna vegna geymslu og sýninga handritanna bæði hérlendis og erlendis.

Á EFLU er yfirgripsmikil sérfræðiþekking og reynsla í öryggisúttektum og -greiningum auk hönnunar öryggisbúnaðar og -kerfa. Öryggissvið EFLU hefur vaxið jafnt og þétt undanfarið ár sem helst í hendur við auka áherslu markaðarins á þessum málum.

Nánari upplýsingar gefur: Böðvar Tómasson, sími: 665 6061, bodvar.tomasson@efla.is