Fréttir


Fréttir

Ofanvatnslausnir: Námskeið EHÍ

20.10.2010

Nýlega var haldið námskeið varðandi sjálfbærar ofanvatnslausnir hjá Endurmenntun HÍ. Það var vel sótt og áttu flestar verkfræðistofur landsins fulltrúa á námskeiðinu. Einnig voru arkitektar, tæknimenn og skrúðgarðyrkjumenn áberandi hluti af þátttakendum.
  • Sjálfbærar Ofanvatnslausnir
    kennararnir á námskeiðinu: Reynir Sævarsson, byggingaverkfræðingur hjá EFLU (fyrir miðju), Þráinn Hauksson, landslagsarkitekt FÍLA (t.v.) og Árni Bragason, náttúrufræðingur hjá EFLU (t.h.).

Með sjálfbærum ofanvatnslausnum er átt við ýmsar lausnir við meðhöndlun ofanvatns af götum, stígum, húsþökum og öðrum þéttum flötum með umhverfisvænum og sjálfbærum hætti í stað þess að leiða það ómeðhöndlað í næsta viðtaka.

Á námskeiðinu var ýmsum lausnum gerð skil, bæði mismunandi markmiðum með þeim sem og tæknilegri útfærslu þeirra.