Fréttir


Fréttir

Opinn fundur með hagsmunaaðlium í fiskeldi

18.9.2014

OPINN FUNDUR MEÐ HAGSMUNAAÐILUM Í FISKELDI verður haldinn á vegum Rannsóknarhóps í hagnýtum vöruferlum við Háskóla Íslands og EFLU verkfræðistofu á Radisson Blu Saga Hotel Reykjavík, þann 29. september kl. 12:00-17:00, sjá dagskrá hér að neðan.
  • Laxeldi
    Mynd fengin af vef www.senseproject.eu

Samræmt kerfi við mat á umhverfisáhrifum og sjálfbærni í virðiskeðju fiskeldisafurða

Kynntar verða niðurstöður prófana á SENSE hug-búnaði til að meta umhverfisáhrif og notagildi hans fyrir fiskeldisafurðir. Allir eru velkomnir og er aðgangur ókeypis.

Vinsamlega tilkynnið skráningu til eftirfarandi:
Guðrún Ólafsdóttir, Háskóli Íslands, netfang: go@hi.is eða
Eva Yngvadóttir, EFLA verkfræðistofa, netfang: eva.yngvadottir@efla.is

SENSE VERKEFNIÐ "HARMONISED ENVIRONMENTAL SUSTAINABILITY IN THE EUR-OPEAN FOOD AND DRINK CHAIN" er styrkt af Evrópusambandinu á tímabilinu 2012-2015. Í verkefninu taka þátt 23 fyrirtæki, stofnanir og samtök frá samtals 13 löndum. Markmið verkefnisins er að þróa samræmt kerfi við mat á umhverfisáhrifum matvælaframleiðslu, sem þar að auki tekur tillit til félagslegra þátta.
Rannsóknarhópur í hagnýtum vöruferlum við Háskóla Íslands og EFLA verkfræðistofa hafa tekið þátt í þróun SENSE hugbúnaðarins og sannprófun á honum fyrir fiskeldi ásamt Fjarðalaxi.

SENSE HUGBÚNAÐUR TIL AÐ META UMHVERFISÁHRIF

Í kjölfar vinnu við SENSE verkefnið hefur verið þróaður hugbúnaður til að auðvelda fyrirtækjum að fram-kvæma sjálf mat á umhverfisáhrifum fyrir matar og drykkjarvörur þar sem lögð er til grundvallar aðferða-fræði vistferilgreininga (e. Life Cycle Assessment (LCA)).
SENSE kerfið inniheldur gagnasöfnunarkerfi sem nýtir samræmda frammistöðuvísa fyrir umhverfisáhrif (e. Key Environmental Performance Indicators (KEPIs)) fyrir matvælaframleiðsu frá frumframleiðslu til markaðar.
KEPIs eru gögn um notkun auðlinda (t.d. orka og vatn) og aðfanga (t.d fóður) ásamt gögnum um úrgang og losun í vatn eða loft. SENSE hugbúnaðurinn heldur utan um gögn um ársframleiðslu og reiknar umhverfisáhrif fyrir hvert framleiðslustig vörunnar.
Niðurstöðurnar eru settar fram á stöðluðu formi (e. Environmental Identification Document (EID)).

HVERNIG NÝTIST SENSE HUGBÚNAÐURINN FYRIR FISKELDI?

Erlendir kaupendur afurða og ýmsir framleiðslu-, umhverfis- og gæðastaðlar gera í sífellu auknar kröfur um að fyrirtæki hafi haldbær gögn um frammistöðu sína í umhverfismálum og um samfélagslega ábyrgð.
Kröfur yfirvalda um skil á grænu bókhaldi hafa orðið til þess að til staðar eru upplýsingar um notkun auðlinda, svo sem orku, fóðurs og vatns í fiskeldi. Þau gögn nýtast til að framkvæma útreikninga á umhverfisáhrifum eins og kolefnisspori með SENSE hugbúnaðinum.
Nokkrum fiskeldisfyrirtækjum hefur nú verið boðið að prófa hugbúnaðinn fyrir þeirra framleiðsluvörur og meta notagildið. Einkum er fyrirsjáanlegt að fyrirtæki vilji geta gefið upp kolefnisspor framleiðsluvörunnar og nýta við markaðssetningu hennar.
Jafnframt er tækifæri til að bera frammistöðu fyrirtækisins saman við önnur fyrirtæki (e. benchmarking). Þannig geta hagsmunaaðilar í virðiskeðju fiskeldis haft greiðan aðgang að því að meta umhverfisáhrif og miðlað þeim til viðskiptavina sinna.

NÁNARI UPPLÝSINGAR UM SENSE VERKEFNIÐ: www.senseproject.eu, go@hi.iseva.yngvadottir@efla.is.