Fréttir


Fréttir

Opnun Fellsvegar og brú yfir Úlfarsá

22.4.2016

Borgarstjórinn, Dagur B. Eggertsson, opnaði á miðvikudaginn fyrir umferð um Fellsveg og brú yfir Úlfarsá.
  • Ulfarsabru Fellsvegi flaggskip
    Úlfarsábrú í Grafarholti.
Borgarstjórinn sagði Fellsveg skapa mikilvæga tengingu Grafarholts við Úlfarsárdalinn, þar sem mikil uppbygging er í kortunum, m.a. bygging menningarmiðstöðvar, bókasafns og sundlaugar. Um leið mun þessi nýja samgönguæð hlífa íbúum Úlfarsársdals við gegnumakstur vinnuvéla í tengslum við þessar framkvæmdir. 

EFLA, í samvinnu við Studio Granda arkitekta, hannaði brúna yfir Úlfarsá á Fellsvegi fyrir Reykjavíkurborg. Brúin er eftirspennt steinsteypubrú í þremur burðarhöfum, alls 46 metra löng. Uppspenna gerir hönnuðum kleift að minnka þversnið og búa til léttari yfirbyggingu. Brúin er hönnuð án þensluraufa sem einfaldar byggingu og viðhald er í takti við þróun brúarhönnunar í Evrópu.

opnun ulfarsabruBorgarstjóri Reykjavíkur, Dagur B. Eggertsson ásamt starfsmönnum EFLU og Studio Granda sem komu að hönnun brúarinnar.