Fréttir


Fréttir

Óvenjuleg jarðvegsrannsókn

18.3.2009

Vegna fyrirhugaðar brúar yfir Þjórsá við Árnes var framkvæmd mjög svo óvenjuleg jarðvegsrannsókn.

Verkfræðistofa Suðurlands og Verkfræðistofan EFLA tóku að sér að rannsaka botnlög undir Þjórsánni.

Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hve djúpt er á fastan botn og hvernig jarðlög eru undir fyrirhugaðri brú.

Hönnunardeild Vegagerðarinnar er að hanna brúnna og er hugmyndin að brúin verði í fjórum höfum þ.e. landstólpar og þrír miðstólpar undir brúnni.

Vegna aðstæðna á þessum stað er fyrirhugað að brúin verði grunduð á súlum.

Verkfræðistofa Suðurlands og EFLA fengu aðstoð frá Nesey ehf við þetta óvenjulega starf og þökkum við Vigni fyrir dygga aðstoð.