Fréttir


Fréttir

Fyrirsagnalisti

24.3.2023 : Konur í orkumálum í heimsókn

Konur í orkumálum mættu í heimsókn í EFLU í síðustu viku þar sem haldnar voru áhugaverðar kynningar og sköpuðust skemmtilegar umræður.

Lesa meira

23.2.2023 : Fjórir styrkir úr Aski

askur-uthlutun-2023

Fjögur verkefni frá starfsfólki EFLU fengu styrki úr Aski – mannvirkjasjóði en alls skiptu 39 verkefni með sér 95 milljónum króna sem var úthlutað að þessu sinni. Styrkirnir eru veittir til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar.

Lesa meira

20.2.2023 : EFLA eina fyrirtækið sem uppfyllti gæðakröfur

EFLA fékk nýverið stóran ráðgjafasamning fyrir Svenska kraftnät í Svíþjóð sem fellst í því að hanna nýjar mastratýpur fyrir raforkuflutningskerfið þar í landi. Fleiri sænskar verkfræðistofur buðu í verkefnið en EFLA var eina fyrirtækið sem uppfyllti þær miklu gæðakröfur sem Svenska kraftnät setti fram.

Lesa meira

13.2.2023 : Sæmundur kynnti skýrslu á Viðskiptaþingi

Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU og formaður orku-, umhverfis- og sjálfbærnihóps Viðskiptaráðs, kynnti skýrslu hópsins á Viðskiptaþingi 9. febrúar sl.

Lesa meira

10.2.2023 : Vök Baths fær Steinsteypuverðlaunin

Vök Baths fengu í dag Steinsteypuverðlaunin 2023, en verðlaunin voru veitt á Steinsteypudeginum sem haldinn var á Grand Hótel í dag. 

Lesa meira

8.2.2023 : EFLA á árlegum Steinsteypudegi

EFLA á Steinsteypudeginum 2021

EFLA verður á Steinsteypudeginum sem haldinn verður á Grand Hótel föstudaginn 10. febrúar. Um er að ræða árlegan viðburð sem er haldin af Steinsteypufélaginu. 

Lesa meira

3.2.2023 : EFLA á Framadögum 2023

EFLA verður á Framadögum sem verða haldnir í Háskólanum í Reykjavík fimmtudaginn 9. febrúar. Um er að ræða árlegan viðburð fyrir ungt fólk til að kynna sér fyrirtæki og starfsmöguleika, hvort sem er til framtíðar eða vegna sumarstarfa.

Lesa meira

1.2.2023 : Niðurstaða vinnustofu að brýn þörf sé á breytingum

Hringras-02

Ísland stendur nágrannaþjóðum að baki þegar kemur að innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði og brýn þörf er fyrir breytingar. Þetta er skýr niðurstaða Vinnustofu Hringborðs Hringrásar um innleiðingu hringrásar í byggingariðnaði sem fór fram í Grósku þann 19. janúar.

Lesa meira

31.1.2023 : Hvað gerist þegar vindinn lægir?

Kiddi_Kolla_800_600_2

Landsvirkjun heldur opinn fund um aflstöðu raforkukerfisins og áhrif á þróun vindorku. Fundurinn verður haldinn á Reykjavík Natura Hotel fimmtudaginn 2. febrúar kl. 9:00. Þar verður fjallað um stöðu mála í raforkukerfinu og þær áskoranir sem á því steðja.

Lesa meira

13.1.2023 : Rafrænar upplýsingar um vegabréf

vegabref

Teymi hugbúnaðarlausna á iðnaðarsviði EFLU tók þátt í að þróa lausn sem gerir landsmönnum kleift að nálgast upplýsingar um vegabréfið sitt og barna í sinni forsjá. Lausnin má finna undir skírteini inni á „mínum síðum“ á Island.is. Hlutverk EFLU er að halda utan um Skilríkjaskrá og miðla upplýsingum til vefs island.is og taka við skráningum þaðan.

Lesa meira

3.1.2023 : Styrkir sem nýtast víða í samfélaginu

Samfélagssjóður EFLU styrkti nokkur verkefni í haustúthlutun sjóðsins fyrir árið 2022. Við fengum fulltrúa þeirra til að segja frá þeim verkefnum sem hafa verið unnin á árinu 2022 og hvernig styrkurinn muni nýtast á nýju ári.

Lesa meira

23.12.2022 : Gleðilega hátíð

Við sendum viðskiptavinum okkar, samstarfsaðila og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðilega hátíð um leið og við þökkum fyrir samskiptin og samstarfið á árinu sem er að líða.

Lesa meira

20.12.2022 : Opnunartími EFLU um hátíðarnar

efla-L4

Opnunartími skrifstofa EFLU mun breytast örlítið um hátíðarnar.

Lesa meira

15.12.2022 : Rafvæðing Sundahafnar sparar 240 tonn af olíu

Starfsfólk EFLU hafði yfirumsjón með landtengingu flutningaskipa Eimskips við Sundahöfn sem var formlega tekin í notkun í gær. Þá var samið við norska fyrirtækið Blueday Technology AS til að sjá um fullnaðarhönnun og smíði á landtengingarbúnaði.

Lesa meira

8.12.2022 : Samfélagssjóður EFLU styrkti fjögur verkefni

Samfélagssjóður EFLU hefur veitt fjárstyrki til fjögurra samfélagsverkefna í haustúthlutun sjóðsins. Markmið sjóðsins er að styðja við framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, auknum lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Lesa meira

28.11.2022 : EFLA kemur að uppbyggingu á Norsk Skogfinsk safninu

Photo: Lasovsky Johansson Architects ApS + Lipinkski Architects AB

EFLA kom að forhönnun á safni um norsku skógarfinnana eða Norsk Skogfinsk Museum, í Svullrya í sveitarfélaginu Grue í Noregi, nálægt sænsku landamærunum. Starfsfólk EFLU sá um rafmagnstæknilega hönnun, byggingareðlisfræði og jarðtækni.

Lesa meira

15.11.2022 : EFLA tekur þátt í uppbyggingu Fjallabaða

Starfsfólk EFLU tekur þátt í uppbyggingu á Fjallaböðunum í Þjórsárdal, en fyrsta skóflustungan fyrir böðin var tekin í síðustu viku. Áætlað er að þau verði tekin í gagnið árið 2025.

Lesa meira

11.11.2022 : Rafeldisneyti og orkuskipti – fyrirlestur á Bransadögum

Jón Heiðar Ríkharðsson, vélaverkfræðingur hjá EFLU, hélt fyrirlestur um rafeldsneyti og orkuskipti á Bransadögum sem Iðan fræðslusetur stóð fyrir.

Lesa meira

9.11.2022 : Minna kolefnispor bygginga

thorhildur-fyrirlestur-2

Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, orku- og umhverfisverkfræðingur hjá EFLU, hélt fyrirlestur á Degi grænni byggðar sem var haldinn í IÐNÓ fyrir stuttu. Fyrirlesturinn, sem hún kallaði Minna kolefnispor bygginga – hvar liggja tækifærin í hönnun?, fjallaði um hvernig hönnun skilar lægra vistspori í mannvirkjagerð.

Lesa meira

7.11.2022 : Verðlaun fyrir Grænu skófluna

graena-skoflan

Starfsfólk EFLU tók þátt í endurbótum á leikskólanum Brákarborg sem hlaut verðlaunin Græna skóflan 2022, en verðlaunin voru veitt á Degi grænni byggðar fyrir stuttu. 

Lesa meira

3.11.2022 : Sex verkefni kynnt á Rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar

Starfsfólk EFLU kynnti verkefni sín sem hlutu styrk úr Rannsóknasjóði. 

Lesa meira

21.10.2022 : Framúrskarandi 13 ár í röð

EFLA er á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2022 samkvæmt mati Creditinfo og er jafnframt eitt af 56 fyrirtækjum sem hefur verið á listanum frá upphafi. 

Lesa meira

21.10.2022 : Ný nálgun við gerð kostnaðaráætlana

Ólafur Ágúst Ingason

EFLA er þátttakandi í verkefni um samræmda aðferðarfræði við gerð kostnaðaráætlana. Auk EFLU hafa Samtök Iðnaðarins, Félag ráðgjafarverkfræðinga, Mannvirki – félag verktaka og Samtök arkitektastofa með stuðningi Framfararsjóðs SI unnið að verkefninu sem var kynnt í gær á fundi á Hilton Reykjavík Nordica.

Lesa meira

19.10.2022 : EFLA á Lagarlífi 2022

brynjar-vefur-lagarlif

EFLA tekur þátt í fagráðstefnunni Lagarlíf 2022, áður kölluð Strandbúnaður, sem verður haldin á Grand Hótel í Reykjavík dagana 20.-21. október. Þar verður boðið upp á fyrirlestra og kynningar um eldi og ræktun í sjávarútvegi.

Lesa meira

18.10.2022 : Nýr upplýsingavefur um orkuskipti opnaður

vefur-orkuskipti-1

Í dag var opnaður nýr upplýsingavefur um orkuskipti, orkunotkun og áhrif þeirra, orkuskipti.is. Vefurinn var opnaður á fundi sem var haldinn í Hörpu þar sem farið var yfir orkunotkun á Íslandi og orkuskipti sem eru framundan. Auk EFLU koma Samtök iðnaðarins, Landsvirkjun og Samorka að þessu verkefni.

Lesa meira

17.10.2022 : Málþing um rakaskemmdir og myglu

mygla

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í innivist hjá EFLU, og Böðvar Bjarnason, tæknifræðingur hjá EFLU, taka þátt í málþingi fagráðs Betri bygginga og Iceiaq um loftgæði, rakaskemmdir og myglu í byggingum. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, mun opna málþingið.

Lesa meira

13.10.2022 : Ný brú yfir Varmá opnuð fyrir umferð

bru-varma-hvero-1

EFLA sá um for- og verkhönnun á nýjum vegkafla og nýrri brú yfir Varmá, austan við Hveragerði, þar sem opnað var fyrir umferð í liðinni viku. Vegurinn myndar nýja tengingu milli Sunnumarkar í Hveragerði og Ölfusvegar austan Varmár og er verkefnið hluti af breytingu á Þjóðvegi 1 á milli Hveragerðis og Selfoss sem er samstarfsverkefni Vegagerðarinnar og Hveragerðisbæjar.

Lesa meira

11.10.2022 : Málþing EFLU í tengslum við Arctic circle ráðstefnuna

arctic-circle

EFLA þekkingarfyrirtæki stendur fyrir málþingi á ráðstefnunni Arctic Circle 2022 sem haldin verður í Hörpu í Reykjavík dagana 13.-16. október. Málþingið kallast With the Wind in our Sails og verður haldið föstudaginn 14. október kl. 8:30-9:25 í Akrafjalli á fjórða hæð Hörpu.

Lesa meira

7.10.2022 : Innblástur til að halda náminu áfram

trausti-lukas-web

„Starfsfólk EFLU tók vel á móti mér frá fyrsta degi og er það greinilegt að allir eru viljugir til þess að hjálpa hvor öðrum,“ segir Trausti Lúkas Adamsson sem starfaði sem sumarstarfsmaður hjá EFLU á Norðurlandi í sumar. „Þetta var fyrsta sumarið mitt hjá EFLU.“

Lesa meira

5.10.2022 : Samfélagssjóður EFLU auglýsir eftir umsóknum

Samfelagssjodur2022_Vefur-1920x1080

Auglýst er eftir umsóknum í samfélagssjóð EFLU og er umsóknarfrestur til og með 17. október. Samfélagssjóðurinn veitir styrki til jákvæðra og uppbyggjandi verkefna sem nýtast samfélaginu.

Lesa meira

4.10.2022 : EFLA forhannar landeldisstöð í Vestmannaeyjum

ilfs-vestmannaeyjar-03

EFLA hefur gengið frá samningi við Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) um forhönnun 10.000 tonna landeldisstöðvar fyrir lax við Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum. Vinna við forhönnunina hófst í liðinni viku og er áætlað að henni ljúki í desember á þessu ári. Stefnt er að því að framkvæmdir við eldistöðina geti hafist sumarið 2023.

Lesa meira

30.9.2022 : Samvinna skiptir miklu máli

anna-snjolaug-sumar

„Þau hafa tekið mjög vel á móti mér og hafa ávallt verið tilbúin að hjálpa mér þegar ég hef verið í vafa og svara öllum þeim spurningum sem ég hef haft, greinilegt að hér ríkir mjög góður vinnuandi,“ segir Anna Snjólaug Valgeirsdóttir sem var hluti af hópi sumarstarfsfólks EFLU.

Lesa meira

26.9.2022 : Mikil ánægja með Sjávarútveg 2022

sjavarutvegur-2022-bas

EFLA var þátttakandi á sýningunni Sjávarútvegur 2022 sem haldin var í Laugardalshöll í liðinni viku. Fjöldi fólks heimsótti bás EFLU alla þrjá dagana sem sýningin stóð yfir.

Lesa meira

23.9.2022 : Gefur góða reynslu fyrir framtíðarstörf

atli-gudjonsson-sumar

„Mjög vel hefur gengið að vinna að þessum verkefnum, starfsfólk hefur tekið vel á móti mér og hjálpað við að komast af stað,” segir Atli Guðjónsson sem var hluti af sumarstarfsfólki EFLU í sumar. Atli er 31 árs Reykvíkingur með B.Sc gráðu í orku- og umhverfistæknifræði.

Lesa meira

21.9.2022 : EFLA tekur þátt í sýningunni Sjávarútvegur 2022

1920_1080_skjamyndth_cmyk

Fulltrúar EFLU verða á sýningunni Sjávarútvegur 2022 sem hefst í Laugardalshöllinni í dag og verður í gangi fram á föstudag. EFLA er með stærðarinnar bás á besta stað á sýningarsvæðinu og bjóðum við áhugasömum að kíkja við og ræða við sérfræðinga EFLU.

Lesa meira

16.9.2022 : Innsýn inn í atvinnulífið á Íslandi

sumarstarf-vilhjalmur

„Það hefur gengið vel að mestu leyti að takast á við þessi verkefni. Þau eru ólík í eðli sínu og hafa veitt innsýn inn í mismunandi hluta fagsviðsins. Það tók tíma að koma sér inn í þau og kynna sér fræðin bakvið ýmsa hluta en reynsla úr háskólanum hefur komið að góðum notum,“ segir Vilhjálmur Jónsson, einn af sumarstarfsfólki EFLU.

Lesa meira

9.9.2022 : Reynsla sem hefur mótað áhugasviðið

Sara-kolo-web

„Mér hefur tekist ágætlega að vinna öll verkefnin. Þau hafa verið mis krefjandi en alltaf jafn skemmtileg og fjölbreytt,” segir Sara Kolodziejczyk, 23 ára sumarstarfsmaður EFLU á Egilsstöðum. Sumarið var hennar þriðja hjá fyrirtækinu.

Lesa meira

5.9.2022 : Útsýnispallur á Bolafjalli formlega vígður

Útsýnispallurinn á Bolafjalli var formlega vígður fimmtudaginn 1. september að viðstaddri ríkisstjórn Íslands og öðrum gestum. Það var Pétur Vigfússon, íbúi í Bolungarvík, sem klippti á borðann og formlega opnaði útsýnispallinn. Bolafjall er afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna á norðanverðum Vestfjörðum og frá fjallinu er stórbrotið útsýni.

Lesa meira

3.9.2022 : Hef gaman af mannlega þættinum

egill-milan

„Það hefur almennt séð gengið ágætlega,“ segir Egill Milan Gunnarsson sem starfaði sem sumarstarfsmaður hjá EFLU í sumar. „Það kom oft fyrir að ég festist í hinum ýmsu verkefnum og á köflum var erfitt að læra á forritin sem ég þurfti að nota, en það var létt að fá aðstoð og ég er nokkuð sáttur með það sem ég hef skilað af mér fram að þessu,“ bætir þessi 24 ára Reykvíkingur við.

Lesa meira

31.8.2022 : Majid ræðir hafnir í Hofi

majid-eskafi

Majid Eskafi, hafnarsérfræðingur EFLU, heldur erindi á NordPIANC ráðstefnunni, sem er norrænn hluti alþjóðlegu hafnasamtakanna PIANC. Ráðstefnan er haldin í Hofi á Akureyri dagana 31. ágúst til 1. september og á henni verða fyrirlesarar frá öllum Norðurlöndunum sem fjalla munu um málefni hafna frá ýmsum hliðum. Norðurlöndin skiptast á að halda ráðstefnuna á tveggja ára fresti.

Lesa meira
Síða 1 af 3