Fréttir


Fréttir (Síða 2)

Fyrirsagnalisti

30.9.2022 : Samvinna skiptir miklu máli

anna-snjolaug-sumar

„Þau hafa tekið mjög vel á móti mér og hafa ávallt verið tilbúin að hjálpa mér þegar ég hef verið í vafa og svara öllum þeim spurningum sem ég hef haft, greinilegt að hér ríkir mjög góður vinnuandi,“ segir Anna Snjólaug Valgeirsdóttir sem var hluti af hópi sumarstarfsfólks EFLU.

Lesa meira

26.9.2022 : Mikil ánægja með Sjávarútveg 2022

sjavarutvegur-2022-bas

EFLA var þátttakandi á sýningunni Sjávarútvegur 2022 sem haldin var í Laugardalshöll í liðinni viku. Fjöldi fólks heimsótti bás EFLU alla þrjá dagana sem sýningin stóð yfir.

Lesa meira

23.9.2022 : Gefur góða reynslu fyrir framtíðarstörf

atli-gudjonsson-sumar

„Mjög vel hefur gengið að vinna að þessum verkefnum, starfsfólk hefur tekið vel á móti mér og hjálpað við að komast af stað,” segir Atli Guðjónsson sem var hluti af sumarstarfsfólki EFLU í sumar. Atli er 31 árs Reykvíkingur með B.Sc gráðu í orku- og umhverfistæknifræði.

Lesa meira

21.9.2022 : EFLA tekur þátt í sýningunni Sjávarútvegur 2022

1920_1080_skjamyndth_cmyk

Fulltrúar EFLU verða á sýningunni Sjávarútvegur 2022 sem hefst í Laugardalshöllinni í dag og verður í gangi fram á föstudag. EFLA er með stærðarinnar bás á besta stað á sýningarsvæðinu og bjóðum við áhugasömum að kíkja við og ræða við sérfræðinga EFLU.

Lesa meira

16.9.2022 : Innsýn inn í atvinnulífið á Íslandi

sumarstarf-vilhjalmur

„Það hefur gengið vel að mestu leyti að takast á við þessi verkefni. Þau eru ólík í eðli sínu og hafa veitt innsýn inn í mismunandi hluta fagsviðsins. Það tók tíma að koma sér inn í þau og kynna sér fræðin bakvið ýmsa hluta en reynsla úr háskólanum hefur komið að góðum notum,“ segir Vilhjálmur Jónsson, einn af sumarstarfsfólki EFLU.

Lesa meira

9.9.2022 : Reynsla sem hefur mótað áhugasviðið

Sara-kolo-web

„Mér hefur tekist ágætlega að vinna öll verkefnin. Þau hafa verið mis krefjandi en alltaf jafn skemmtileg og fjölbreytt,” segir Sara Kolodziejczyk, 23 ára sumarstarfsmaður EFLU á Egilsstöðum. Sumarið var hennar þriðja hjá fyrirtækinu.

Lesa meira

5.9.2022 : Útsýnispallur á Bolafjalli formlega vígður

Útsýnispallurinn á Bolafjalli var formlega vígður fimmtudaginn 1. september að viðstaddri ríkisstjórn Íslands og öðrum gestum. Það var Pétur Vigfússon, íbúi í Bolungarvík, sem klippti á borðann og formlega opnaði útsýnispallinn. Bolafjall er afar vinsæll viðkomustaður ferðamanna á norðanverðum Vestfjörðum og frá fjallinu er stórbrotið útsýni.

Lesa meira

3.9.2022 : Hef gaman af mannlega þættinum

egill-milan

„Það hefur almennt séð gengið ágætlega,“ segir Egill Milan Gunnarsson sem starfaði sem sumarstarfsmaður hjá EFLU í sumar. „Það kom oft fyrir að ég festist í hinum ýmsu verkefnum og á köflum var erfitt að læra á forritin sem ég þurfti að nota, en það var létt að fá aðstoð og ég er nokkuð sáttur með það sem ég hef skilað af mér fram að þessu,“ bætir þessi 24 ára Reykvíkingur við.

Lesa meira

31.8.2022 : Majid ræðir hafnir í Hofi

majid-eskafi

Majid Eskafi, hafnarsérfræðingur EFLU, heldur erindi á NordPIANC ráðstefnunni, sem er norrænn hluti alþjóðlegu hafnasamtakanna PIANC. Ráðstefnan er haldin í Hofi á Akureyri dagana 31. ágúst til 1. september og á henni verða fyrirlesarar frá öllum Norðurlöndunum sem fjalla munu um málefni hafna frá ýmsum hliðum. Norðurlöndin skiptast á að halda ráðstefnuna á tveggja ára fresti.

Lesa meira

26.8.2022 : Sumarstarfsfólk | Þekking sem kemur að góðum notum

Hjordis-birna-1

„Það hefur gengið mjög vel og ég hef lært heilan helling. Ég er miklu fróðari um myglu í húsnæði og húsasmíði en ég var í byrjun sumars og ég veit að þessi þekking kemur til með að koma að góðum notum í framtíðinni,” segir Hjördís Birna Árnadóttir, 22 ára Reykvíkingur sem starfaði sem sumarstarfsmaður hjá EFLU í sumar.

Lesa meira

25.8.2022 : Samningur um hönnun viðbyggingar við endurhæfingardeild Grensáss

grenas-undirritun-1

Þriðjudaginn 23. ágúst var undirritaður samningur milli EFLU, Nýs Landspítala ohf. og Nordic Office of Architecture um fullnaðarhönnun 3.800 fermetra viðbyggingar við endurhæfingardeild Grensáss. Gert er ráð fyrir að hönnunarferlið taki um það bil eitt ár og að því loknu verði unnt að hefja verklegar framkvæmdir.

Lesa meira

19.8.2022 : Sumarstarfsfólk | Opnar dyr inn í framtíðina

valthor-sumarstarfsfolk-grein

„Hér á EFLU hef ég svo fengið mikla og góða leiðsögn og svo meira og meira sjálfstæði og frjálsræði í verkefnum,” segir Valþór Ingi Karlsson einn af sumarstarfsfólki EFLU á Norðurlandi. Valþór Ingi, sem er 25 ára gamall úr Suður-Þingeyjarsýslu en alinn upp á Akureyri, hefur verið sumarstafsmaður hjá EFLU síðustu fjögur sumur.

Lesa meira

18.8.2022 : Sumarstarfsfólkið þakkar fyrir sig

Sumarstarfsfolk2022-1920x1080

Á hverju ári eru háskólanemar ráðnir inn sem sumarstarfsfólk á öll svið og allar svæðisskrifstofur EFLU. Þetta er gert til að styðja við háskólasamfélagið, nýsköpun og þróun.

Lesa meira

15.8.2022 : Vel heppnað golfmót EFLU

Golfmot-efla-001

Golfmót viðskiptavina EFLU fór fram í liðinni viku á Korpúlfsstaðavelli í Reykjavík. Óhætt er að segja að tilþrifin sem sáust út allan völl hafi verið glæsileg, en það sem er mikilvægara er að allir skemmtu sér vel.

Lesa meira

5.8.2022 : Hringrásarveggurinn og Auðlindahringrás fá styrki

efla-L4

Tvö verkefni EFLU og samstarfsaðila fengu styrki frá umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu vegna verkefna sem ætlað er að efla hringrásarhagkerfið. Annars vegar er um að ræða verkefnið Auðlindahringrás í rekstri og hins vegar Hringrásarveggur - efnisval, efnisgæði og hönnun. Hvort tveggja eru nýsköpunarverkefni.

Lesa meira

23.7.2022 : Vaxtartækifærin liggja erlendis

Power in balance

Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdarstjóri EFLU, um þýðingu Útflutningsverðlauna forseta Íslands fyrir starfsfólk fyrirtækisins og framtíðarhorfur. 

Lesa meira

1.7.2022 : Myndir af merkilegum degi

utflutningsverdlaun-012-b

EFLA fékk Útflutningsverðlaun forseta Íslands afhent á þriðjudaginn. Starfsfólk EFLU fjölmennti á Bessastaði þennan dag til að taka þátt í þessum merkilega degi. Ljósmyndari var á staðnum og tók þessar myndir.

Lesa meira

1.7.2022 : Sérfræðingar EFLU komu að gerð nýrrar jarðvarmaspár

jardvarmaspa-2022

Teymi orkumálaráðgjafar hjá EFLU vann að nýrri jarðvarmaspá fyrir árin 2021-2060 sem Orkustofnun gaf nýlega út.

Lesa meira

28.6.2022 : EFLA hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands

utflutningsverdlaun-001

EFLA hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands árið 2022 en verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum fyrir stuttu. Það var Sæmundur Sæmundsson, framkvæmdastjóri EFLU, sem veitti verðlaunum viðtöku en auk hans var fjöldi starfsfólks EFLU viðstaddur.

Lesa meira

24.6.2022 : Samfélagssjóður EFLU styrkir fimm verkefni

Samfelagssjodur2022_uthlutun_Vefur-1920x1080

Samfélagssjóður EFLU hefur veitt fjárstyrki til fimm samfélagsverkefna. Markmið sjóðsins er að styðja við framtak einstaklinga og hópa sem stuðla að farsælli þróun samfélagsins, auknum lífsgæðum og fjölbreyttu mannlífi.

Lesa meira

22.6.2022 : EFLA verður aðaleigandi HECLA SAS

L4-web

EFLA þekkingarfyrirtæki verður aðaleigandi franska verkfræðifyrirtækisins HECLA SAS eftir að gengið var frá kaupum EFLU á eignarhlutum Landsvirkjunar, í gegnum dótturfélagið Landsvirkjun Power, og Jean Chauveau í fyrirtækinu. Þannig eignast EFLA 96,5% hlut í félaginu, en tveir lykilstjórnendur fyrirtækisins eiga samtals 3,5%.

Lesa meira

7.6.2022 : EFLU vinnur deiliskipulag fyrir fjallaskála

Hvanngiljaholl

Skipulagsteymi EFLU hefur unnið fjölda deiliskipulaga m.a. fyrir fjallaskála í sveitarfélögum á Suðurlandi. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Rangárþing eystra, Rangárþing ytra, Ásahreppur, Hrunamannahreppur, Bláskógabyggð og Grímnes- og Grafningshreppur.

Lesa meira

3.6.2022 : Jökulárnar fullar af áburðarefnum

jokular-aburdur-1

Talsverður samfélagslegur og umhverfislegur ávinningur gæti hlotist af því að nýta áburðarefni sem finnast í íslenskum jökulám. Tveir sumarstarfsmenn EFLU munu framkvæma frumkönnun á viðfangsefninu fram í sumar. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna.

Lesa meira

28.5.2022 : Skógarböðin í Eyjafirði opnuð

skogarbodin-003

EFLA sá um verkfræðihönnun Skógarbaðanna í Eyjafjarðarsveit sem voru opnuð fyrir almenning um helgina. Samstarfsaðilar EFLU voru hönnuðir frá Basalt Architects og Landslagi.

Lesa meira

25.5.2022 : Samningur undirritaður vegna Öldu – brúar yfir Fossvog

Samningur um hönnun á nýrri brú yfir Fossvog var undirritaður í höfuðstöðvum EFLU í vikunni. Hönnunartillagan var unnin af EFLU í samstarfi við BEAM Architects , bar sigur úr býtum í hönnunarsamkeppni Vegagerðarinnar undir lok síðasta árs. Leynd var yfir samkeppninni meðan á henni stóð og gilti ströng nafnleynd um höfunda tillagnanna hjá dómnefnd.

Lesa meira

17.5.2022 : Fyrsta skóflustungan að heilsusamfélagið í Hveragerði

lindarbrun

Fyrsta skóflustungan að heilsusamfélagi við Lindarbrún í Hveragerði var tekin í byrjun maí. EFLA ásamt arkitektastofunni Arkþing Nordic unnu hugmyndasamkeppni fyrir svæðið og munu hanna alls 84 sjálfbærnivottaðar íbúðir á svæðinu.

Lesa meira

13.5.2022 : Leiðandi í orkuskiptum

samorkuthing-001

Starfsfólk EFLU tók virkan þátt í Samorkuþinginu sem haldið var í Hofi á Akureyri dagana 9.-10. maí. Okkar fólk var með alls fimm erindi á þinginu um fjölbreytt og áhugaverð málefni. Þá var bás EFLU á sýningarsvæðinu í Hofi einnig vel sóttur og viljum við þakka þeim sem litu við kærlega fyrir komuna.

Lesa meira

7.5.2022 : EFLA á Samorkuþingi

samorkuthin-minni

Starfsfólk EFLU mun taka virkan þátt í Samorkuþinginu sem verður haldið á Akureyri dagana 9.-10. maí. Metfjöldi þátttakenda verður á þinginu í ár og bjóðum við gesti hjartanlega velkomna á básinn okkar í Hofi sem verður staðsettur rétt við kaffihús staðarins.

Lesa meira

3.5.2022 : Samfélagsskýrsla EFLU 2021

Samfsk_abstrakt_kapa-v1-02-vefur

Samfélagsskýrsla EFLU fyrir árið 2021 er komin út og í henni er farið yfir árangur fyrirtækisins á sviði samfélagslegrar ábyrgðar. Hægt er að skoða vefsvæði samfélagsskýrslunnar og verður hún gefin út á rafrænu formi síðar í þessum mánuði.

Lesa meira

30.4.2022 : Viðurkenningarskjöldur vegna BREEAM sjálfbærnivottunar Sjúkrahótelsins afhjúpaður

sjukrahotel-breeam-1

Fimmtudaginn 28. apríl var formlega afjúpaður viðurkenningarskjöldur vegna BREEAM umhverfisvottunar á sjúkrahótelinu við Hringbraut.

Lesa meira

26.4.2022 : Samningur um skipulagsráðgjöf í Garðabæ

undirritun-efla-gardbaer

EFLA ásamt Arkþing – Nordic munu í sameiningu vinna að gerð rammahluta aðalskipulags fyrir þróunarsvæði A ásamt Hafnarfjarðarvegi milli bæjarmarka Garðabæjar, en samningur þess efnis var undirritaður fyrir stuttu.

Lesa meira

11.4.2022 : Rafeldsneyti og hlutverk þess í orkuskiptunum

Jon_heidar_rikhards

Jón Heiðar Ríkharðsson, vélaverkfræðingur hjá EFLU, var fyrir stuttu gestur í hlaðvarpinu Augnablik í iðnaði hjá Iðunni fræðslusetri. Þar ræddi hann um rafeldsneyti og hlutverk þess í orkuskiptunum, en hann hefur unnið greiningar á sviði framtíðarlausna í orkuskiptum.

Lesa meira

8.4.2022 : Fjögur aðalskipulög sem EFLA hefur unnið eru í auglýsingu

Fimm aðalskipulög sem EFLA hefur unnið eru í auglýsingu

Fjögur aðalskipulög sem skipulagssérfræðingar EFLU hafa unnið eru nú í auglýsingu, eru þau fyrir sveitarfélögin Ásahrepp, Árborg, Rangárþing eystra og Ölfus – allt sveitarfélög á Suðurlandi. Þá er auglýsingu ný lokið fyrir aðalskipulag Grímnes- og Grafningshrepps. Sérfræðingar EFLU hafa áratuga reynslu í vinnu við aðalskipulagsmál.

Lesa meira

1.4.2022 : EFLA semur við Carbfix um forhönnun Coda Terminal

Sæmundur Sæmundsson og Edda Sif Pind Aradóttir undirrita samninginn.

EFLA hefur samið við Carbfix um forhönnun á Coda Terminal, fyrirhugaðri móttöku- og förgunarstöð fyrir koldíoxíð (CO2) í Straumsvík.

Lesa meira

31.3.2022 : Önnur verðlaun í hugmyndasamkeppni um þverun Reykjanesbrautar

Hópurinn á bakvið tillögu EFLU sem hlaut önnur verðlaun í hugmyndasamkeppni um þverun Reykjanesbrautar.

EFLA hlaut önnur verðlaun í opinni hugmyndasamkeppni Kópavogsbær, í samstarfi við Arkitektafélag Íslands, um þverun Reykjanesbrautar og svæðiskjarna í Smára með tillögu sinni Smárahvammur. 

Lesa meira

24.3.2022 : Er vistvænt að byggja með raka öryggi?

Sylgja Dögg

Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, sérfræðingur í rakaöryggi og innivist hjá EFLU, heldur erindi á málþingi Samtaka iðnaðarins sem ber heitið Mannvirkjagerð á tímamótum. Á málþinginu, sem verður Laugardalshöll í dag, fimmtudaginn 24. mars kl. 14-16, verður fjallað um tækifærin í vistvænni mannvirkjagerð. 

Lesa meira

8.2.2022 : Rammasamningur við Carbfix

EFLA Flytur

Fyrir stuttu undirrituðu fulltrúar EFLU rammasamning við fyrirtækið Carbfix, sem er hluti af Orkuveitu Reykjavíkur. Samkvæmt samningnum mun EFLA sjá um ráðgjafarþjónustu, hönnun og framkvæmdaeftirlit fyrir Carbfix.

Lesa meira

20.1.2022 : Þekkingarfyrirtæki sem byggir á mannauði - viðtal í Fréttablaðinu

Sviðsstjórar hjá EFLU

Viðtal við þær Jónínu, Helgu og Ingibjörgu, sem eru sviðsstjórar, hjá EFLU birtist í sérblaði sem FKA (Félag kvenna í atvinnulífinu) og Fréttablaðið gefa út.

Lesa meira

22.12.2021 : Endurbætt útivistarsvæði við Esju

Útivistarsvæði við Esju. EFLA ráðgjöf. Yfirlitsmynd.

Síðastliðin sex ár hefur EFLA unnið með Skógræktarfélagi Reykjavíkur að framkvæmdum varðandi þróun og endurbætur á útivistarsvæðinu við Esjuna, en svæðið er eitt það vinsælasta á höfuðborgarsvæðinu. EFLA sá m.a. um hönnun, ráðgjöf og útfærslu á nýjum göngu- og hjólastígum þar sem öryggis- og aðgengismál voru höfð að leiðarljósi.

Lesa meira

21.12.2021 : Gleðilega hátíð

Gleiðilega hátíð. Jólakort 2021 á íslensku.

EFLA sendir viðskiptavinum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um góða og gleðiríka jólahátíð. EFLA þakkar ánægjulegt samstarf og samvinnu á árinu sem er að líða.

Lesa meira
Síða 2 af 3