Fréttir

15.11.2018 : Verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í samfélagsábyrgð

Framúrskarandi árangur

EFLU verkfræðistofu var veitt viðurkenning CreditInfo yfir framúrskarandi fyrirtæki og hefur verið á þeim lista frá upphafi. Þess utan viðurkenndi Creditinfo sérstaklega tvö fyrirtæki, annars vegar fyrir framúrskarandi nýsköpun og hins vegar fyrir framúrskarandi samfélagslega ábyrgð. EFLA varð í ár fyrir valinu sem framúrskarandi fyrirtæki í samfélagslegri ábyrgð. 

Lesa meira

15.11.2018 : EFLA tekur þátt í Sjávarútvegsráðstefnu

Sjávarútvegur
Árleg Sjávarútvegsráðstefna fór fram í Hörpu 15.-16. nóvember og var EFLA með erindi um aflmeiri landtengingar uppsjávarskipa. Lesa meira

8.11.2018 : Orkumál rædd á morgunverðarfundi

Rafmagn Hafnarfjordur

Farið var yfir stöðu orkumarkaða á Íslandi og erlendis á opnum morgunverðarfundi Landsvirkjunar þann 6. nóvember. Einnig fóru fram pallborðsumræður og tók sviðsstjóri orkusviðs EFLU þátt þeim.

Lesa meira

5.11.2018 : EFLA með fjögur erindi á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar

Samgöngusvið EFLU
Farið var yfir afrakstur rannsókna- og þróunarstarfs í vegamálum á Rannsóknarráðstefnu Vegagerðarinnar 2. nóvember síðastliðinn. EFLA var með kynningarbás á svæðinu og héldu starfsmenn okkar erindi á ráðstefnunni. Lesa meira

1.11.2018 : Tilnefning til Darc Awards lýsingarverðlauna

Raufarhólshellir

EFLA hefur verið tilnefnd til alþjóðlegra lýsingarverðlauna, Darc Awards 2018, fyrir hönnun lýsingar í Raufarhólshelli. Tilnefningin er í flokki landslagslýsingar, Best landscape lighting scheme, en 24 önnur alþjóðleg verkefni eru tilnefnd í flokknum.

Lesa meira

30.10.2018 : EFLA flytur höfuðstöðvar sínar

Flutningar L4

EFLA verkfræðistofa hefur flutt höfuðstöðvar sínar að Lynghálsi 4 í Reykjavík. Um er að ræða endurnýjað skrifstofuhúsnæði á fimm hæðum, alls um 7.200 fermetra.

Lesa meira

30.10.2018 : Stálvirki nýrrar göngubrúar í Noregi reist

Ullevaal
Um helgina var reist stálvirki í lengsta haf nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Ring 3 stofnbrautina í Osló. EFLA hannaði brúna og hefur gegnt lykilhlutverki í undirbúningi framkvæmdarinnar. Reising þessa hluta brúarinnar er einn veigamesti verkþátturinn, ekki síst vegna þess að loka þurfti Ring 3, en um stofnbrautina aka yfir 60.000 ökutæki á dag. Lesa meira

24.10.2018 : Alþjóðleg ráðstefna um vatnsaflsvirkjanir

Hydro exhibition team Iceland

EFLA, ásamt samstarfsaðilum frá Íslandi á sviði vatnsaflsvirkjana, tók þátt í alþjóðlegu sýningunni, Hydropower & Dams, sem fór fram í Gdansk, Póllandi í síðustu viku. Markmið með þátttökunni var að kynna íslenska sérfræðiþekkingu á sviði hönnunar og ráðgjafar á vatnsaflsvirkjunum.

Lesa meira

19.10.2018 : Niðurstöður talningar á Vatnsdalshólum

Vatnsdalshólar og EFLA

Þá er komið að því sem margir hafa beðið eftir. Vatnsdalshólarnir í Austur-Húnavatnssýslu hafa verið taldir út frá tveimur skilgreiningum. Getspakir landsmenn fengu tækifæri á að giska á fjöldann í Facebook-leik EFLU og liggja úrslitin fyrir. 

Lesa meira

19.10.2018 : Hönnunarmöstur í Noregi

Power in balance at EFLA

Við vinsælan ferðamannastað í Noregi, Kjerag í Rogalandi, hafa risið þrír háir turnar sem saman mynda sérhannað háspennulínumastur efst í fjalls­hlíðinni. Starfsmenn EFLU í Noregi og á Íslandi ásamt Widenoja Design höfðu veg og vanda að hönnun turnanna fyrir Statnett en fleiri aðilar komu að hönnun bergundirstaðanna.

Lesa meira

18.10.2018 : Sjálfbær þróun í fiskeldi rædd á Arctic Circle

Arctic Circle

Alþjóðleg ráðstefna um Norðurslóðir, Arctic Circle, fer fram í Hörpu dagana 19.-21. október. EFLA hefur tekið þátt í ráðstefnunni frá upphafi og stendur fyrir málstofu þar föstudaginn 19. október, undir formerkjum sjálfbærrar þróunar í fiskeldi á Norðurslóðum. 

Lesa meira

15.10.2018 : Skýrsla um þolmörk í ferðaþjónustu

1. áfangi þróun vísa fyrir álagsmat

Komin er út skýrsla sem er áfangaskýrsla í mati á álagi á umhverfi, innviði, efnahag og samfélag vegna fjölda ferðamanna sem EFLA, ásamt samstarfsaðilum, vann fyrir Stjórnstöð ferðamála. Í skýrslunni er kynnt kerfi til að framkvæma mat á álagi en það byggir á 66 vísum sem þróaðir voru í samráði við hagsmunaaðila. Annar áfangi verkefnisins er nú að hefjast og felur hann í sér framkvæmd á sjálfu matinu. Áfanga þessum lýkur vorið 2019. 

Lesa meira

12.10.2018 : Vilt þú giska á fjölda Vatnsdalshóla?

Vatnsdalshólar og EFLA

Viltu taka þátt í skemmtilegum leik og giska á hversu margir Vatnsdalshólarnir eru? Verðlaun verða veitt fyrir rétt svar eða sem næst réttu svari. Í verðlaun eru Bose, quiet comfort 35 II, þráðlaus heyrnartól. Hægt er að skrá svör á Facebooksíðu EFLU. 

Lesa meira

10.10.2018 : EFLA vill koma á framfæri eftirfarandi leiðréttingu

Nauthólsvík, byggingar við Nauthólsveg 100

Verkefni að Nauthólsvegi hefur verið umfjöllunarefni undanfarna daga og í því samhengi hefur verið fjallað um vinnu EFLU í verkinu. Umfang verkefnisins snýst um endurnýjun og nýbyggingu auk lóðafrágangs á húsnæði að Nauthólsvegi 100. Samtals eru þetta 450 fermetrar af byggingum frá stríðstímum auk nýrrar tengibyggingar milli svonefnds bragga og skemmu.

Lesa meira

5.10.2018 : Glerárvirkjun 2 ræst

Glerárvirkjun

Þann 5. október síðastliðinn var Glerárvirkjun 2 á Akureyri tekin í notkun. Virkjunin er 3,3 MW og getur séð um 5000 heimilum fyrir rafmagni. EFLA kom að verkefninu og sá m.a. um alla frumhönnun, hönnun aðrennslispípu og eftirlit framkvæmda.

Lesa meira

5.10.2018 : Uppbygging norska flutningskerfisins með sjálfbærni að leiðarljósi

LCA greining í Noregi

Statnett, sem rekur flutningskerfi raforku í Noregi, hefur þróað möstur sem fyrirhugað er að nota við uppbyggingu flutningskerfisins. Til að meta umhverfisáhrif mastranna var EFLA fengin til að gera vistferilsgreiningu og meta kolefnisspor þeirra. 

Lesa meira

4.10.2018 : Gagnasöfnun með drónum rædd á EFLU-þingi

EFLU-þing - Gagnasöfnun með drónaflugi og skönnun
Föstudaginn 28. september fór fram EFLU-þing á Selfossi. Fjallað var um hvernig EFLA getur notað dróna til að kortleggja, ástandsgreina og skoða byggingar. Lesa meira

2.10.2018 : Eru Vatnsdalshólarnir óteljandi?

Vatnsdalsholar-og-efla-1
Flestir landsmenn hafa eflaust keyrt fram hjá hinum fjölmörgu Vatnsdalshólum í Austur-Húnavatnssýslu sem til þessa hafa verið álitnir meðal þriggja óteljandi náttúrufyrirbæra á Íslandi. EFLU lék forvitni á að vita hvort hægt væri að nota tæknina til að telja Vatnsdalshóla. Lesa meira

1.10.2018 : Samfélagssjóður EFLU auglýsir eftir umsóknum

Samfélagssjóður EFLU

EFLA starfrækir samfélagssjóð sem veitir styrki til jákvæðra og uppbyggjandi verkefna í samfélaginu. Auglýst er eftir umsóknum í sjóðinn og er umsóknarfrestur til 15. október næstkomandi. 

Lesa meira

1.10.2018 : Aðalskipulag Rangárþings ytra

Rangárþing ytra
Rangárþing ytra hefur unnið að endurskoðun aðalskipulags fyrir tímabilið 2016-2028 og hefur EFLA verið ráðgjafi sveitarfélagsins í þeirri vinnu. Lesa meira

27.9.2018 : Gangavinnu við Dýrafjarðargöng miðar vel áfram

Dýrafjarðargöng
Merkum áfanga var náð síðasta laugardag við gerð Dýrafjarðarganga þegar síðasta færan í göngunum Arnarfjarðarmegin var sprengd og lauk sprengigreftri þeim megin. EFLA og Geotek sjá um verkeftirlit með gangagerðinni, en Metrostav og Suðurverk eru verktakar. Lesa meira

25.9.2018 : Málefni hjólreiða rædd

Hjólafærni ráðstefna
Ráðstefnan Hjólum til framtíðar fór fram síðastliðinn föstudag og tóku starfsmenn EFLU þátt í ráðstefnunni. EFLA var með kynningarbás á svæðinu og fluttu tveir samgönguverkfræðingar okkar erindi. Lesa meira

19.9.2018 : Steinn situr áfram sem fastast

Steinn réttur af í Esju
EFLA fékk það skemmtilega verkefni að lagfæra eitt helsta kennileiti Esju, sjálfan Stein. Umræddur Steinn birtist gjarnan á samfélagsmiðlum fjallagarpa Esjunnar og er vinsæll myndafélagi á sjálfum (selfies). Lesa meira

13.9.2018 : Raflagna- og brunahönnun í nýju íþróttahúsi Grindavíkur

Grindavík íþróttahús

Nýtt rúmlega 2.000 fermetra íþróttahús rís nú í Grindavík. EFLA sá um hönnun raflagna, fjarskiptakerfa og brunahönnun byggingarinnar. 

Lesa meira

10.9.2018 : Ráðstefna um stálbrýr

Ullevaal stadion

Alþjóðleg ráðstefna um stálbrýr fer fram í Prag, Tékklandi í næstu viku. Andri Gunnarsson, starfsmaður EFLU, flytur þar erindi um nýja hjóla- og göngubrú, Ullevålskrysset. Brúin er staðsett við Ullevål þjóðarleikvanginn í Osló og sá EFLA um hönnun hennar. 

Lesa meira

5.9.2018 : Græn skref og vottun hjá Umhverfis- og auðlindarráðuneyti

EFLA sá um ráðgjöf við umhverfisvottun Umhverfisráðuneytis

Umhverfis- og auðlindarráðuneytið hefur hlotið umhverfisvottun skv. ISO 14001 ásamt því að hafa lokið síðasta skrefi grænna skrefa í ríkisrekstri. EFLA sá um ráðgjöf við uppsetningu og innleiðingu umhverfisvottunarinnar.

Lesa meira

4.9.2018 : Starfstækifæri kynnt á Austurlandi

EFLA Austurland

Á Egilsstöðum var um helgina haldin náms- og atvinnulífssýningin Að heiman og heim. EFLA tók þátt í sýningunni en markmið hennar var að kynna fyrir ungu fólki fjölbreytt og spennandi atvinnutækifæri á Austurlandi. 

Lesa meira

31.8.2018 : Stórbætt Listasafn opnað

Listasafnið á Akureyri

Listasafnið á Akureyri var opnað laugardaginn 25. ágúst eftir stækkun og heilmiklar endurbætur á húsnæðinu. Sýningarsölum var fjölgað, kaffihús tekið til starfa og safnabúð opnuð.

Lesa meira

29.8.2018 : Sýndarveruleiki á Vísindasetri Akureyrarvöku

Vísindasetur Akureyrarvöku - EFLA

Vísindasetur var haldið í Hofi í tengslum við Akureyrarvöku sem fór fram síðastliðna helgi. EFLA hefur tekið þátt í Vísindasetrinu síðustu fjögur ár og er einn af aðalstyrktaraðilum þess. Á kynningarbásnum var sýndarveruleiki EFLU kynntur til leiks og gestum boðið að keyra um í þrívídd í Landmannalaugum.

Lesa meira

27.8.2018 : Rammasamningur við Isavia

Rammasamningur Isavia

Síðastliðinn föstudag, 24. ágúst, undirritaði EFLA ásamt hlutdeildarfélögum í AVRO Design Group rammasamning við Isavia í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir við Keflavíkurflugvöll. 

Lesa meira

27.8.2018 : Sumarstarfsfólkið kvatt

Hluti af sumarstarfsfólki EFLU 2018

Á hverju sumri ræður EFLA til sín efnilega og kraftmikla háskólanemendur. Að jafnaði  eru ráðnir um 40 sumarstarfsmenn til starfa á flestum sviðum og starfsstöðvum fyrirtækisins. 

Lesa meira

24.8.2018 : Samkomubrú vígð á Akureyri

Samkomubrú

Fimmtudaginn 23. ágúst var vígð ný göngubrú við Drottningarbraut á Akureyri og hlaut hún nafnið Samkomubrú. Göngubrúin setur sterkan svip á bæinn og verður án efa eitt af kennileitum bæjarins.

Lesa meira

13.8.2018 : Árlegt golfmót EFLU

Golfmót EFLU

Golfmót viðskiptavina EFLU fór fram síðastliðinn föstudag, 10. ágúst, en mótið hefur verið haldið árlega síðan 2012. Veðrið var með ágætasta móti og aðstæður á vellinum góðar.

Lesa meira

3.8.2018 : Vistvottunarkerfi samgangna metið

Samgöngumannvirki

EFLA hlaut styrk frá rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar til að leggja mat á hvaða vistvottunarkerfi gæti hentað til að meta innviði Vegagerðarinnar; vegi, brýr og hafnir. Skoðuð voru 25 kerfi út frá ákveðnum viðmiðum og var vottunarkerfi BREEAM/CEEAQAL metið það hentugasta.

Lesa meira

2.8.2018 : Garðyrkju- og umhverfisstjórn rædd á alþjóðlegri ráðstefnu

Magnús Bjarklind

Alþjóðleg ráðstefna, Parks and Nature Congress, fer fram í Hörpu 15.–17. ágúst næstkomandi. Magnús Bjarklind, starfsmaður EFLU, verður með erindi á föstudeginum um skrúðgarðyrkju. 

Lesa meira

31.7.2018 : Samstarfssamningur við Fiix um viðhaldsstjórnunarkerfi

fiix-samningurinn-is

EFLA hefur gert samstarfssamning við hugbúnaðarfyrirtækið Fiix Inc. frá Kanada. Samstarfið felur í sér að EFLA getur veitt viðskiptavinum sínum afar notendavæna hugbúnaðarlausn Fiix til að halda utan um öll verkefni sem snúa að viðhaldsstjórnun fasteigna, vélbúnaðar og tækja.

Lesa meira

23.7.2018 : Fyrsta áfanga við smíði göngu­brúar yfir Breiðholtsbraut lokið

Forsida_breidholtsbraut

Framkvæmdum við smíði nýrrar göngu- og hjólabrúar yfir Breiðholtsbraut miðar vel áfram. Um helgina fór fram uppsteypa brúarinnar og lauk þar með 1. áfanga verksins.

Lesa meira

20.7.2018 : Smíði nýrrar brúar við Ullevaal í Noregi

Ulleval forsida IS

Um þessar mundir er vinna í fullum gangi við smíði á stálvirki nýrrar göngu- og hjólabrúar sem mun rísa við Ullevaal í Osló. 

Lesa meira

11.7.2018 : EFLA gefur út skýrsluna Orkuverð á Íslandi

throun_orkuverds

EFLA fylgist náið með orkunotkun og þróun orkuverðs og gefur nú út í annað sinn skýrslu um þróun orkuverðs, en hún kom fyrst út í október 2016.

Lesa meira

28.6.2018 : Ný tækni við að nýta lághitajarðvarma

Á Flúðum er verið að reisa nýja lághita jarðvarmavirkjun. Í virkjuninni er notast við nýja tækni við nýtingu lághita til framleiðslu rafmagns. EFLA er aðalráðgjafi í sambandi við nýtinguna á jarðvarmanum og hönnun á lagnakerfi virkjunarinnar. 

Lesa meira
Síða 2 af 3