Fréttir


Fréttir

Ráðstefna um stálbrýr

10.9.2018

Alþjóðleg ráðstefna um stálbrýr fer fram í Prag, Tékklandi í næstu viku. Andri Gunnarsson, starfsmaður EFLU, flytur þar erindi um nýja hjóla- og göngubrú, Ullevålskrysset. Brúin er staðsett við Ullevål þjóðarleikvanginn í Osló og sá EFLA um hönnun hennar. 

  • Ullevaal stadion
    Módelmynd af nýju brúnni við Ullevål leikvanginn.

Að ráðstefnunni standa Czech Constructional Steelwork Association (CAOK) og European Convention for Constructional Steelwork (ECCS). Ráðstefnan er að jafnaði haldin á þriggja ára fresti og er skipulögð af staðbundinni og alþjóðlegri nefnd. Efnistökin í ár eru fjölbreytt og meðal þess sem verður fjallað um er endurgerð, smíði, bygging og viðhald á stálbrúm, göngubrýr, umferðarbrýr, járnbrautarbrýr og vöktun á stálbrúm.

Hönnunarfasi brúarinnar kynntur

Fyrirlestur Andra, Advanced layout of a steel bridge – Ullevaalskrysset footbridge, fjallar um hönnunarfasa 290 m langrar göngubrúar við Ullevålleikvanginn í Osló sem er í byggingu um þessar mundir.  Þar mun Andri fjalla um allt frá frumdrögum, þar sem unnið var við val og útfærslu á legu og týpu af brú, fram að fullhönnuðu mannvirki sem er tilbúið til útboðs. 

Andri GunnarssonAndri Gunnarsson, byggingarverkfræðingur hjá EFLU.

Alþjóðlegur vettvangur

Ráðstefnunni er ætlað að vera faglegur vettvangur til að kynna nýjustu vörur, aðferðafræði og lausnir við hönnun, smíði, byggingu, rekstur og viðhald á stálbrúm. Ráðstefnan fer fram 10.-11. september og er hægt að skoða dagskrána á vefsíðu ráðstefnunnar

Nánari upplýsingar um þjónustu EFLU á sviði brúarhönnunar.