Fréttir


Fréttir

Ráðstefna um hljóðvist í Reykjavík

25.5.2009

Um miðjan ágúst á síðasta ári var haldin hér á landi samnorræn og baltneskt ráðstefna um hljóðvist, Joint Baltic-Nordic Acoustics Meeting.

  • Hljóðvist og mælingar

Almennt er viðfangsefni ráðstefnunnar sem haldin er annað hvert ár allt sem viðkemur hljóði og hljóðvist þar sem þó er lögð áhersla á ákveðin sérsvið innan hljóðfræðinnar hverju sinni. 

Ráðstefnan var að þessu sinni haldin í Reykjavík, dagana 17.-19.ágúst og verða erindi flutt dagana 18. og 19.ágúst en samhliða voru kynningarsýningar og veggspjöld.

Tveir gestafyrirlesarar fluttu heiðurserindi á ráðstefnunni og eru þeir; Dimer de Vries, TU-Delft og flytur hann erindi um þróun hljóðvistarútreikninga, líkangerð og mælinga frá Sabine og fram til dagsins í dag.

Að síðustu mun hann kynna nýjasta tæknibúnað.

Eddy Gerretsen, TNO Delft og fjallar hann um hljóðeinangrun.

Hljóðsérfræðingar Eflu fluttu einnig erindi.

Gígja Gunnlaugsdóttir (Optimiziation of acoustic conditions in music practice rooms) og Guðrún Jónsdóttir (Museum Acoustics, Comparison among museums in Denmark and Iceland, measurements, simulations and listening tests) fluttu erindi um meistaraverkefni en Ólafur Daníelson kynnti niðurstöður rannsóknarverkefnis sem unnið var af Efla þar sem meistaraverkefni hans (Hljóðvist í nágrenni stofnbrautar – Samanburður mælinga og líkanreikninga) er nýtt til grundvallar.

Ólafur mun jafnframt flytja erindi um rannsóknarverkefni sem Efla (áður Línuhönnun) vann í samstarfi við Reykjavíkurborg.

Rannsóknarverkefnið fjallar um hljóðvist í grunnskólum þar sem hönnunarmarkmið, niðurstöður mælinga og huglægt mat notenda eru borin saman.