Fréttir

Ráðstefna um jarðhita í Póllandi

27.9.2012

Íslandsstofa, sendiráð Íslands í Berlín ásamt sendiráði Íslands í Póllandi, viðskiptaráðuneyti Póllands og pólsku jarðhitasamtökunum stóðu að ráðstefnu um jarðhita í Póllandi dagana 19. og 20. september.
  • Jarðhitaráðstefna
    Á myndinni er Hafsteinn Helgason (lengst til hægri) með sendiherra Íslands í Berlín, Gunnari Snorra Gunnarssyni og Dr. Beata Kepinska formanni pólsku jarðhitasamtakanna.

Íslandsstofa, sendiráð Íslands í Berlín ásamt sendiráði Íslands í Póllandi, viðskiptaráðuneyti Póllands og pólsku jarðhitasamtökunum stóðu að ráðstefnu um jarðhita í Póllandi dagana 19. og 20. september. Hafsteinn Helgason, sviðsstjóri Viðskiptaþróunar hjá EFLU hélt þar erindi um jarðhitaauðlindina í Póllandi og gaf yfirlit yfir tækifærin sem nýting hennar myndi skila Póllandi. Fjallað var um ráðstefnuna í Fréttablaðinu í dag (27.09.12).

Samhliða ráðstefnunni var fundað með fulltrúum tveggja sveitarfélaga um hugsanleg jarðhitaverkefni með aðkomu EFLU verkfræðistofu.

Heimamenn sýndu ráðstefnunni mikinn áhuga en í Póllandi er töluverðar jarðhitaauðlindir sem nánast ekkert hafa verið nýttar.