Fréttir


Fréttir

Raflagna- og brunahönnun í nýju íþróttahúsi Grindavíkur

13.9.2018

Nýtt rúmlega 2.000 fermetra íþróttahús rís nú í Grindavík. EFLA sá um hönnun raflagna, fjarskiptakerfa og brunahönnun byggingarinnar. 

  • Grindavík íþróttahús
    Líkanmynd af nýju íþróttahúsi Grindavíkur. Líkanmynd: Batteríið Arkitektar

Undirbúningur vegna byggingar íþróttahússins hófst 2014 þar sem núverandi hús annaði ekki lengur aukinni starfsemi. Stjórn bæjarfélagsins lagði því í þá vegferð að byggja annað íþróttahús á svæði þar sem þegar voru til staðar önnur íþróttamannvirki.

EFLA kom að hönnunarteyminu sem fengið var til verkefnisins. Teymið, ásamt EFLU, samanstóð af Batterí Arkitektum, Trivium ráðgjöf og Strendingi verkfræðiþjónustu. Hlutverk EFLU í verkefninu var að sjá um öll rafmagns- og tæknikerfi mannvirkisins, í því fólst hönnun almennra raflagna, lýsingarhönnun, öryggiskerfi og fjarskiptakerfi.  Einnig sá EFLA um brunahönnun hússins. 

Löglegur keppnisvöllur

Raflagnahönnun hússins var nokkuð krefjandi því í byrjun hönnunarferilsins lagði verkkaupi upp með að íþróttasalur húsnæðis fylgdi kröfum FIBA (Alþjóðlega körfuknattleikssambandið) fyrir keppnishús með áherslu á efstu deild körfubolta. Fór fram ítarleg vinna við hönnunarundirbúning sem tók á öllum þáttum verkefnisins, t.d. lýsingarhönnun salarins, öryggissvæði, aðstöðu fyrir fjölmiðla og aðbúnað þátttakenda, starfsmanna og keppnishaldara.

Reglur FIBA um kröfur fyrir keppnisvelli fyrir keppnistímabilið 2017-2018 var notað sem stoðrit hönnunar ásamt því að fylgja almennum byggingarstöðlum mannvirkja á Íslandi.

Byggingarhönnun í þrívídd

Öll teiknivinna var gerð með þrívíddarteikniforriti (Revit) og nýttist það vel í allri samræmingarvinnu hönnuða ásamt árekstraprófun. Var forritið Autodesk BIM 360 Glue nýtt til þess og sá EFLA um utanumhald í tengslum við þá vinnu. Hægt er að skoða myndband í þrívídd sem sýnir hönnun hússins. 

Verkefnið veitti hönnunarteymi rafmagns- og tæknikerfa mannvirkja hjá EFLU mikla þekkingu og innsýn varðandi hönnun löglegra keppnisvalla innanhúss og vegna þeirra viðburða sem fara fram innan þeirra. 

Verklok eru áætluð í byrjun árs 2019. Allar nánari upplýsingar um verkefnið veita Hörður Sanders og Davíð Eysteinn Sölvason

Grindavik_web_2Íþróttasalur. Líkanmynd: Batteríið Arkitektar

Grindavik_web_3Opið rými í íþróttahúsinu. Líkanmynd: Batteríið Arkitektar

Grindavik_web_4Útlit íþróttahússins. Líkanmynd: Batteríið Arkitektar