Fréttir


Fréttir

Rammasamningur við Isavia

27.8.2018

Síðastliðinn föstudag, 24. ágúst, undirritaði EFLA ásamt hlutdeildarfélögum í AVRO Design Group rammasamning við Isavia í tengslum við fyrirhugaðar framkvæmdir við Keflavíkurflugvöll. 

  • Rammasamningur Isavia
    Frá undirskrift rammasamnings AVRO við Isavia. Frá vinstri: Ólafur Ágúst Ingason, f.h. AVRO, og Björn Óli Hauksson, forstjóri Isavia . Mynd: Árni Sæberg.

Rammasamningurinn skiptist í 43 liði og eftir að búið var að bera saman verð og hæfi var ljóst að AVRO var metið í fyrsta sæti í 20 liðum. Miklar kröfur eru gerðar til reynslu og hæfi þeirra sem koma að rammasamningnum og er því niðurstaðan afar glæsileg fyrir AVRO. Það er því ljóst að EFLA og félagar í AVRO koma til með að vera leiðandi í þróun og stækkun á Keflavíkurflugvelli í samstarfi við Isavia. 

Samningurinn er til 3 ára með möguleikanum á að framlengja hann um 5 ár og gildir hann bæði fyrir flugstöðina og önnur mannvirki á svæðinu.

Öflugir og reynslumiklir samstarfsaðilar

AVRO Design Group er hlutdeildarfélag sem stofnað er utan um hönnun og ráðgjöf vegna verklegra framkvæmda á Keflavíkurflugvelli. Í AVRO eru samankomnir samstarfsaðilar sem búa yfir fjölbreyttri og alþjóðlegri reynslu sem hafa mikla þekkingu af uppbyggingu og framkvæmdum við flugvelli. Í hluthafahópnum auk EFLU eru Nordic Office of Architecture, COWI, Arkþing, Teiknistofan Tröð og Landslag.  

allir isavia undirskriftFrá undirskrift rammasamnings. Mynd: Árni Sæberg.

KeflavíkurflugvöllurKeflavíkurflugvöllur. Mynd: Isavia.